Fréttayfirlit 6. september 2016

Ný auglýsing SOS Barnþorpanna

Í gær var ný auglýsing SOS á Íslandi frumsýnd í sjónvarpi og á vefmiðlum. Auglýsingunni er ætlað að varpa ljósi á raunveruleika fjöldamargra barna í heiminum í dag, sem eiga engan að og búa við afar erfiðar aðstæður.

Við gleymum því stundum hversu heppin við erum hér á Vesturlöndum og hve auðvelt getur verið að hjálpa þeim sem ekki hafa það eins gott. Það er því mikilvægt að minna á kosti þess að gefa af sér.

Það er auðvelt  og gefandi að gerast styrktarforeldri og við hvetjum alla þá sem hafa tök á til að leggja sitt af mörkum í aðstoð við þúsundir barna um heim allan.

Auglýsingin var gerð í samstarfi við Tjarnargötuna og við þökkum þeim fyrir vel  unnin störf.

Hér má sjá auglýsinguna í fullri lengd.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...