Ný auglýsing SOS Barnþorpanna
Í gær var ný auglýsing SOS á Íslandi frumsýnd í sjónvarpi og á vefmiðlum. Auglýsingunni er ætlað að varpa ljósi á raunveruleika fjöldamargra barna í heiminum í dag, sem eiga engan að og búa við afar erfiðar aðstæður.
Við gleymum því stundum hversu heppin við erum hér á Vesturlöndum og hve auðvelt getur verið að hjálpa þeim sem ekki hafa það eins gott. Það er því mikilvægt að minna á kosti þess að gefa af sér.
Það er auðvelt og gefandi að gerast styrktarforeldri og við hvetjum alla þá sem hafa tök á til að leggja sitt af mörkum í aðstoð við þúsundir barna um heim allan.
Auglýsingin var gerð í samstarfi við Tjarnargötuna og við þökkum þeim fyrir vel unnin störf.
Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
Seinna SOS-blað ársins er komið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyrirkomulagi á dreifingu til styrktaraðila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...