Ný auglýsing SOS Barnþorpanna
Í gær var ný auglýsing SOS á Íslandi frumsýnd í sjónvarpi og á vefmiðlum. Auglýsingunni er ætlað að varpa ljósi á raunveruleika fjöldamargra barna í heiminum í dag, sem eiga engan að og búa við afar erfiðar aðstæður.
Við gleymum því stundum hversu heppin við erum hér á Vesturlöndum og hve auðvelt getur verið að hjálpa þeim sem ekki hafa það eins gott. Það er því mikilvægt að minna á kosti þess að gefa af sér.
Það er auðvelt og gefandi að gerast styrktarforeldri og við hvetjum alla þá sem hafa tök á til að leggja sitt af mörkum í aðstoð við þúsundir barna um heim allan.
Auglýsingin var gerð í samstarfi við Tjarnargötuna og við þökkum þeim fyrir vel unnin störf.
Nýlegar fréttir

Bréfin um börnin loks að berast styrktarforeldrum
Marga styrktarforeldra er eflaust farið að lengja eftir fréttum af styrktarbörnum sínum en biðin fer nú loks að taka enda. Bréfin eru þegar farin að berast inn um lúguna en einhverjir gætu þurft að bí...

Aukið ofbeldi gegn börnum og fátækt eykst á ný
Eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á hefur því miður orðið mikil afturför hjá skjólstæðingum okkar í fjölskyldueflingunni SOS í Eþíópíu sem SOS á Íslandi fjármagnar. Við fengum verkefnastjóra á sta...