Fréttayfirlit 6. september 2016

Ný auglýsing SOS Barnþorpanna

Í gær var ný auglýsing SOS á Íslandi frumsýnd í sjónvarpi og á vefmiðlum. Auglýsingunni er ætlað að varpa ljósi á raunveruleika fjöldamargra barna í heiminum í dag, sem eiga engan að og búa við afar erfiðar aðstæður.

Við gleymum því stundum hversu heppin við erum hér á Vesturlöndum og hve auðvelt getur verið að hjálpa þeim sem ekki hafa það eins gott. Það er því mikilvægt að minna á kosti þess að gefa af sér.

Það er auðvelt  og gefandi að gerast styrktarforeldri og við hvetjum alla þá sem hafa tök á til að leggja sitt af mörkum í aðstoð við þúsundir barna um heim allan.

Auglýsingin var gerð í samstarfi við Tjarnargötuna og við þökkum þeim fyrir vel  unnin störf.

Hér má sjá auglýsinguna í fullri lengd.

Nýlegar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS
16. maí 2023 Almennar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS

Sorgarmiðstöð hlaut í gær fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, ...

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
12. maí 2023 Almennar fréttir

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð

Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnu­staða­könn­un V.R. og hljóta þar með titilinn Fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki í flokki lít­illa fyr­ir­tækja.