Neyðaraðstoð til Rohingja
Síðan í lok ágúst hafa yfir 500 þúsund Rohingjar flúið ofbeldi í Rakhine héraði í Mjanmar og leitað skjóls í Bangladess. Skipulagðar aðgerðir yfirvalda í Mjanmar gegn Rohingjum miða að því að útrýma samfélagi þeirra í landinu samkvæmt niðurstöðu rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Þúsundir manna, kvenna og barna koma í bátum eða fótgangandi yfir landamærin á hverjum einasta degi en talið er að sextíu prósent þeirra Rohingja sem flúið hafa séu börn. SOS Barnaþorpin sinna neyðaraðstoð í Bangladesh en tvennar flóttamannabúðir fyrir Rohingja eru nálægt SOS Barnaþorpi, ungmennaheimili og öðrum verkefnum og því voru samtökin í góðri stöðu til að bregðast fljótt við.
Helstu áherslur neyðaraðstoð SOS í Banglasedh eru:
-Uppbygging á barnavænum svæðum fyrir börn á aldrinum 3-8 ára. Þar eiga börnin öruggt skjól þar sem þau geta leikið sér, menntað og fengið sálfræðiaðstoð.
-mataraðstoð við börn og mæður þeirra. Einnig er skannað eftir vannæringu hjá börnum og mæðrum með barn á brjósti.
-heilbrigðistaðstoð og sálfræðiþjónusta
SOS Barnaþorpin hafa verið starfandi í Bangladesh síðan árið 1979 og hafa því mikla reynslu í landinu. Neyðarverkefni samtakanna verður haldið áfram eins lengi og þörf er á.
Nýlegar fréttir

Tímabundin stytting á opnunartíma skrifstofu
Vegna sumarleyfa lokar skrifstofan okkar klukkan 13:00 þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag 28.-30. júní og klukkan 12:00 föstudaginn 1. júlí. Við minnum á tölvupóstfangið sos@sos.is og er öllum erindum...

68.000 börn og ungmenni á framfæri SOS Barnaþorpanna
Börnum og ungmennum á framfæri SOS Barnaþorpanna fjölgaði um 4% á árinu 2021 frá árinu áður og eru nú um 68 þúsund í beinni umsjá samtakanna um allan heim. SOS hjálpaði alls 1,28 milljónum einstakling...