Fréttayfirlit 15. febrúar 2016

Neyðaraðstoð SOS í Sýrlandi

Neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi hefur aldrei verið umfangsmeiri. Samtökin leggja áherslu á aðstoð við börn, bæði þau sem eru ein á ferð en einnig þau sem eru með fjölskyldum sínum. Ásamt því að reka tvö SOS Barnaþorp fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn eru samtökin með eftirfarandi verkefni í landinu:

Menntamiðstöð í Aleppo

SOS Barnaþorpin reka óformlega menntamiðstöð fyrir börn í miðborg Aleppo. Um er að ræða menntun fyrir börn sem hafa þurft að hætta í skóla vegna stríðsátakanna. Nú eru um 600 börn sem sækja miðstöðina á hverjum degi þar sem þau fá tækifæri til að mennta sig og hitta önnur börn. Börnunum er skipt upp eftir aldri en miðstöðin er ætluð börnum á grunnskólaaldri, þ.e. 6-16 ára.

Menntaverkefni í Damaskus

Verkefnið stuðlar að því að börn sem fá aðstoð hjá SOS Barnaþorpunum séu með aðgang að menntun. Til að myndasyriainfographic.png taka öll börn/ungmenni sem eru í tímabundinni umsjón SOS þátt í verkefninu. Börnin taka stöðupróf og eru svo skráð í skóla við hæfi. Starfsfólk SOS er í góðu sambandi við kennara og skólastjórnendur og fylgjast vel með námsframvindu barnanna. Ef um er að ræða sérstök tilfelli, til dæmis ungmenni sem hafa misst mikið úr skóla og treysta sér ekki aftur í skóla, er boðið upp á kvöldnám og einkakennslu.

Tvö heimili fyrir foreldralaus börn í Damaskus

Á síðasta ári voru um 300 börn  á heimilunum tveimur. Um er að ræða heimili þar sem börn án foreldrafylgdar geta leitað skjóls. Börnin eru á öllum aldri og eru í umsjón SOS á meðan verið er að leita að líffræðilegum ættingjum. Börnin fá menntun við hæfi, heimili, umönnun og aðgang að heilbrigðisaðstoð. Þá eru þau hvött til að sækja frístundir og rækta áhugamál.

Þrjú barnvæn svæði í Damaskus og Aleppo

Yfir 6000 börn nýttu sér barnvæn svæði SOS Barnaþorpanna á síðasta ári og búist er við svipuðum fjölda í ár. Þangað geta börn komið og fengið stuðning, heilbrigðisaðstoð og menntun ásamt því að fá tækifæri til að leika við önnur börn og vera áhyggjulaus um stund.

Matar- og fataúthlutun

Þrátt fyrir að samtökin leggi mesta áherslu á aðstoð við munaðarlaus og yfirgefin börn hafa þau einnig úthlutað mat, fötum og öðrum nauðsynjum til almennings í Sýrlandi. Þörfin er mikil og reyna samtökin því að mæta þörfinni eins og unnt er.

Madaya

Neyðarteymi SOS Barnaþorpanna hefur starfað undanfarnar vikur í Madaya, þorpi sem hefur verið innikróað undanfarna mánuði. Stefnan er sett á að sækja verst settu börnin og koma þeim undir læknishendur. Einnig styðja SOS Barnaþorpin við munaðarleysingjaheimili í úthverfi Madaya þar sem 300 stúlkur nú dvelja. 

Nýlegar fréttir

Bersýnilegur árangur af íslensku verkefni fyrir þolendur í Tógó
26. feb. 2024 Almennar fréttir

Bersýnilegur árangur af íslensku verkefni fyrir þolendur í Tógó

Bersýnilegur árangur hefur náðst í íslensku verkefni gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Tógó. Verk­efn­ið hef­ur náð til 257 stúlkna sem eru þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota, fjölgað slíkum málum á ...

Fékkstu sím­tal frá SOS?
20. feb. 2024 Almennar fréttir

Fékkstu sím­tal frá SOS?

Nú í febrúar 2024 eru SOS Barnaþorpin á Íslandi að hringja í fólk og óska eftir stuðningi við neyðaraðgerðir samtakanna á Gaza í Palestínu. Haf­ir þú hins veg­ar feng­ið sím­tal „frá okk­ur" sem þér f...