Fréttayfirlit 7. mars 2017

Neyðaraðstoð SOS í Suður-Súdan

Hungursneyð var lýst yfir í einu fylkja Suður-Súdans í lok febrúar en landið er það yngsta í heimi. Það klauf sig frá Súdan árið 2011 og síðan árið 2013 hefur borgarastyrjöld geisað í landinu. SOS Barnaþorpin hafa starfað í Súdan síðan árið 1978 en þegar Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki voru samtökin einnig stofnuð þar.

Átökin ásamt erfiðu efnahagsástandi eru megin ástæður hungursneyðarinnar. Verðbólga í landinu var um 800 prósent í fyrra sem hefur hindrað matvælaframleiðslu og búskap. Fjölskyldur eru neyddar til að flýja heimili sín. Staða barna í landinu er slæm en barnaþrælkun, kynferðisofbeldi á börnum og annað ofbeldi er því miður algengt.

Neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna er að mestu leyti staðsett í höfuðborginni Juba og þar í kring. Helstu verkefni samtakanna eru matvælaaðstoð, sálræn aðstoð, heilbrigðisþjónusta, sameining fjölskyldna, barnavernd og menntun ásamt því að samtökin hafa komið upp neyðarskýlum og barnvænum svæðum.

Eins og í öðrum neyðarverkefnum SOS er áhersla lögð á aðstoð við börn og barnafjölskyldur. 

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...