Fréttayfirlit 18. febrúar 2016

Neyðaraðstoð SOS í Nepal

SOS Barnaþorpin hafa starfað í Nepal síðan árið 1972 og eru með verkefni á tíu stöðum, víðsvegar um landið. Vegna umfang starfsins voru samtökin reiðubúin að bregðast fljótt við þegar mannskæður jarðskjálfti skók landið í apríl á síðasta ári.

Áhersla var lögð á aðstoð við börn og barnafjölskyldur. Nú þegar tíu mánuðir eru liðnir frá hamförunum hafa yfir fimmtán þúsund manns fengið neyðaraðstoð frá samtökunum. Það sem helst má nefna er:

-25 barnvæn svæði voru sett á laggirnar sem þjónustað hafa yfir tvö þúsund börn. Í byrjun árs 2016 voru sjö barnvæn svæði enn starfandi.

-Tæplega fjörtíu börn sem misstu foreldra sína í jarðskjálftanum hafa eignast nýtt heimili í SOS Barnaþorpi.

-225 barnafjölskyldur sem misstu allt sitt í jarðskjálftanum hafa fengið aðstoð við að koma lífi sínu aftur í fastar skorður. Fjölskyldurnar fá m.a. aðstoð við atvinnuleit, endurbætur á húsnæði ásamt heilbrigðisþjónustu o.fl. Allt með því markmiði að þær verði fjárhagslega sjálfstæðar á ný.

-540 fjölskyldur hafa fengið helstu heimilis og hreinlætisvörur fyrir börn og fullorðna.

-53 samsettar fjölskyldar fá aðstoð. Um er að ræða börn sem misstu líffræðilega foreldra sína í jarðskjálftanum og hafa fengið ný heimili hjá öðrum líffræðilegum ættingjum. Þessar nýju fjölskyldur þurfa margvíslega aðstoð, til dæmis við aðlögun.

-548 barnafjölskyldur hafa fengið fjárhagsaðstoð.

-Tólf ríkisreknir skólar sem urðu fyrir skemmdum í jarðskjálftanum verða endurbættir á kostnað SOS. Þá hafa samtökin gefið yfir 3000 grunnskólanemendum skólagögn, töskur og föt fyrir skólann.

-Samtökin hafa greitt skólagjöld fyrir tæplega 1500 nemendur.

Áætlað er að neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna í Nepal vegna jarðskjálftans muni ljúka í árslok 2018.

Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
29. nóv. 2023 Almennar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
21. nóv. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...