Neyðaraðstoð SOS í Nepal
SOS Barnaþorpin hafa starfað í Nepal síðan árið 1972 og eru með verkefni á tíu stöðum, víðsvegar um landið. Vegna umfang starfsins voru samtökin reiðubúin að bregðast fljótt við þegar mannskæður jarðskjálfti skók landið í apríl á síðasta ári.
Áhersla var lögð á aðstoð við börn og barnafjölskyldur. Nú þegar tíu mánuðir eru liðnir frá hamförunum hafa yfir fimmtán þúsund manns fengið neyðaraðstoð frá samtökunum. Það sem helst má nefna er:
-25 barnvæn svæði voru sett á laggirnar sem þjónustað hafa yfir tvö þúsund börn. Í byrjun árs 2016 voru sjö barnvæn svæði enn starfandi.
-Tæplega fjörtíu börn sem misstu foreldra sína í jarðskjálftanum hafa eignast nýtt heimili í SOS Barnaþorpi.
-225 barnafjölskyldur sem misstu allt sitt í jarðskjálftanum hafa fengið aðstoð við að koma lífi sínu aftur í fastar skorður. Fjölskyldurnar fá m.a. aðstoð við atvinnuleit, endurbætur á húsnæði ásamt heilbrigðisþjónustu o.fl. Allt með því markmiði að þær verði fjárhagslega sjálfstæðar á ný.
-540 fjölskyldur hafa fengið helstu heimilis og hreinlætisvörur fyrir börn og fullorðna.
-53 samsettar fjölskyldar fá aðstoð. Um er að ræða börn sem misstu líffræðilega foreldra sína í jarðskjálftanum og hafa fengið ný heimili hjá öðrum líffræðilegum ættingjum. Þessar nýju fjölskyldur þurfa margvíslega aðstoð, til dæmis við aðlögun.
-548 barnafjölskyldur hafa fengið fjárhagsaðstoð.
-Tólf ríkisreknir skólar sem urðu fyrir skemmdum í jarðskjálftanum verða endurbættir á kostnað SOS. Þá hafa samtökin gefið yfir 3000 grunnskólanemendum skólagögn, töskur og föt fyrir skólann.
-Samtökin hafa greitt skólagjöld fyrir tæplega 1500 nemendur.
Áætlað er að neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna í Nepal vegna jarðskjálftans muni ljúka í árslok 2018.
Nýlegar fréttir

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi
Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 18. maí. Þetta er fyrsti aðalfundurinn eftir lagabreytingar síðasta árs þess efnis að fulltrúaráð var lagt niður og í stað þess kjó...

18 staðir Gleðipinna og 18 styrktarbörn
Starfsfólk veitinga- og afþreyingarfélagsins Gleðipinna hefur ákveðið að styðja við starf SOS Barnaþorpanna með því að gerast SOS-foreldrar 18 barna í SOS barnaþorpum víðsvegar um heiminn. Það þýðir e...