Neyðaraðstoð í Mið-Afríkulýðveldinu
SOS Barnaþorpin sinna neyðaraðstoð í Mið-Afríkulýðveldinu en blóðug styrjöld hefur geisað í landinu síðan árið 2013. Talið er að hálf þjóðin, eða rúmar tvær milljónir manna, þurfi á neyðaraðstoð að halda. Aðskilnaður barna og foreldra er stórt vandamál í landinu en talið er að ein og hálf milljón manna sé í hættu.
Eftir að samtökin létu meta aðstæður á svæðinu var ákveðið að leggja mesta áherslu á eftirfarandi þætti:
-Sálræna aðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra, þar á meðal fjölskyldur sem misst hafa heimili sín.
-Menntun og frístundir fyrir börn og ungmenni.
-Næringu fyrir börn, þungaðar konur og konur með börn á brjósti.
Alls hafa 7500 börn komið í átta barnvæn svæði samtakanna þar sem boðið er upp á heita máltíð, sálræna aðstoð, skemmtun og aðstoð við nám. Þá hafa 450 ungmenni sem sýnt hafa merki um áfallastreituröskum hafið skólavist í SOS skólum. Þar fyrir utan hafa þúsundir barna og foreldra fengið matvælaaðstoð og heilbrigðisþjónustu frá samtökunum á síðustu árum.
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...