Fréttayfirlit 18. ágúst 2016

Meiri hjálp til Sýrlands

SOS Barnaþorpin bæta nú við aðstoð sína til barna og fjölskyldna í Aleppo. Stefnt er að opnun nýs barnvæns svæðis og aukinni dreifingu matvæla til vegalausra barna og fjölskyldna þeirra.

SOS Barnaþorpin í Sýrlandi enduropnuðu nýlega barnvænt svæði til að hýsa fjölskyldur starfsmanna sem þurft hafa að flýja heimili sín og vegalausar fjölskyldur sem gæta barna sem hafa misst eða týnt foreldrum sínum vegna stríðsins.

Barnvæna svæðinu var lokað í apríl þegar átök á þar urðu svo alvarleg að hættulegt var að halda því opnu. Öll börn sem þar höfðu fengið vernd voru færð til starfssvæða SOS í Damascus.

„Þetta hryllilega ástand í Aleppo versnar á hverjum klukkutíma“, sagði Alia Al-Dalli, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna fyrir Miðausturlönd og Norður Afríku. „Börn og fjölskyldur eru föst í miðpunkti stríðsins og eru í mikilli þörf fyrir nauðsynjavörur, athvarf og mat.“

„SOS Barnaþorpin í Sýrlandi eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa eins mörgum og hægt er,“ sagði Al-Dalli. „Umfang stríðsins er svakalegt og aðstæður til mannúðaraðstoðar eru afar hættulegar. Við höfum miklar áhyggjur af öryggi barna sem eru föst í miðju átakanna sem sífellt aukast.“

SOS Barnaþorpin í Sýrlandi munu næstu daga vinna í að útvega vatnstrukka og rafala fyrir hverfi í Aleppo og nágrenni. „Við vonumst til að ná til 700 fjölskyldna með 50.000 lítra af vatni á dag og þannig hjálpa um 3.500 manneskjum daglega, bætir Al-Dalli við.“

Að auki er Neyðaraðstoð SOS að vinna að uppbyggingu öruggs svæðis fyrir mæður með börn á brjósti. Einnig verður hreinlætisvörum, þurru fæði og barnamjólk, bleyjum og barnafötum dreift.

Mæðraverkefni og barnvæn svæði verða byggð upp á öruggu svæði fyrir utan núverandi stríðssvæði í Aleppo.

SOS Barnaþorpin hafa unnið í Sýrlandi í meira en 30 ár. Í borgarastyrjöldinni hóf SOS neyðaraðstoð til barna og fjölskyldna og aðstoðin hefur þróast mikið frá upphafi hennar árið 2013. Nú er aðstoðinni beint að menntamálum, vernd og umönnun fyrir börn sem týnt hafa foreldrum sínum og barnvænum svæðum. 

Hægt er að lesa meira um neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi hér.

Nýlegar fréttir

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi
19. maí 2022 Almennar fréttir

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 18. maí. Þetta er fyrsti aðalfundurinn eftir lagabreytingar síðasta árs þess efnis að fulltrúaráð var lagt niður og í stað þess kjó...

18 staðir Gleðipinna og 18 styrktarbörn
16. maí 2022 Almennar fréttir

18 staðir Gleðipinna og 18 styrktarbörn

Starfsfólk veitinga- og afþreyingarfélagsins Gleðipinna hefur ákveðið að styðja við starf SOS Barnaþorpanna með því að gerast SOS-foreldrar 18 barna í SOS barnaþorpum víðsvegar um heiminn. Það þýðir e...