Fréttayfirlit 13. ágúst 2018

Mánaðarlegir styrktaraðilar á Íslandi í fyrsta sinn yfir 10.000

Heildarframlög til SOS Barnaþorpanna á Íslandi á árinu 2017 jukust um 19,7% og námu 599,4 milljónum króna. Almenningur leggur mest til starfsins eða 90% af heildarframlögum. Mánaðarlegir styrktaraðilar urðu í fyrsta sinn fleiri en tíu þúsund. Rekstrarkostnaður var með því lægsta sem gerist, aðeins 18%, og því skila sér 82% af söfnunarfénu alla leið í verkefnin. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

8,769 styrktarforeldrar

Í árslok voru íslenskir styrktarforeldrar alls 8,769 talsins. Þeir greiða mánaðarlega upphæð sem gefur umkomulausu barni fjölskyldu á ástríku heimili sem samtökin hafa byggt. Barnið fer í skóla og fær öllum grunnþörfum sínum mætt. Framlag styrktarforeldra fer í framfærslu og velferð barnsins.

Barnaþorpsvinir voru alls 694 en þeir styrkja eitt ákveðið barnaþorp úti í heimi með mánaðarlegu framlagi. Framlag barnaþorpsvina fer í að greiða ýmsan kostnað við daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa.

Fjölskylduvinir voru alls 955 talsins um áramótin og fjölgaði mest í hópi þeirra eða um 48%. Þessi hópur styrkir fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna en markmið verkefnisins er að forða börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína.

Hjálpuðum hundruð þúsundum barna

„Hvað myndir þú gera ef þú gætir ekki séð fyrir barni þínu vegna fátæktar? Eða ef þú værir dauðvona með lítið barn á þínu framfæri? Fólk í öllum löndum stendur frammi fyrir slíkum áskorunum. SOS Barnaþorpin eru til fyrir þessa foreldra og þessi börn og á síðasta ári tókst okkur með hjálp styrktaraðila að hjálpa hundruð þúsundum barna sem höfðu misst foreldra sína eða áttu aðskilnað við þá á hættu.“ segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Verkefnastyrkir frá ríkinu drógust saman á milli ára en þó var gerður samningur um fjármögnun á verkefni í Eþíópíu. Sem fyrr studdu einstaklingar og fyrirtæki myndarlega við bakið á okkur. SOS Barnaþorpin fá hvorki rekstarstyrk frá alþjóðasamtökum né íslenska ríkinu. Reksturinn er að langmestu leyti byggður á frjálsum framlögum.

Ársskýrslu SOS Barnaþorpanna á Íslandi má sjá hér.

Nýlegar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...