Fréttayfirlit 4. febrúar 2016

Laust starf: Upplýsingafulltrúi - afleysing

SOS Barnaþorpin á Íslandi auglýsa tímabundna stöðu upplýsingafulltrúa. Starfið er laust frá miðjum maí til loka október.

Helstu verkefni:

  • Efnisöflun og skrif fyrir fréttablað og netmiðla. Á tímabilinu verður gefið út eitt prentað fréttablað en vefmiðlar eru uppfærðir daglega með fréttum og upplýsingum til styrktaraðila.
  • Samskipti við fjölmiðla, styrktaraðila og samstarfslönd. Um er að ræða skrif á fréttatilkynningum, upplýsingamiðlun til styrktaraðilia og skrifleg samskipti við höfuðstöðvar samtakanna í Austurríki og hugsanlega við starfsstöðvar okkar í öðrum heimsálfum.
  • Kynningar. Aðallega í skólum en einnig í félögum og á vinnustöðum.
  • Umsjón með verkefnum í grunn- og leikskólum. Sjá Sólblómaleikskólar á heimasíðu samtakanna.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla og menntun sem nýtast í starfi. Háskólamenntun er ekki skilyrði en getur vissulega verið kostur. Reynsla getur einnig verið mikill kostur, t.d. reynsla af skrifum, myndvinnslu, þýðingum, vefumsjón, markaðsmálum, verkefnastjórnun og störfum meðal barna svo dæmi séu tekin.
  • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta. Viðkomandi þarf að geta haldið uppi samræðum og átt tölvupóstssamskipti á ensku. Við leggjum þó mesta áherslu á góða og vandaða íslensku, talaða og ritaða.
  • Brennandi áhugi á málefninu.
  • Öguð vinnubrögð, vinnusemi og geta til að starfa bæði sjálfstætt og í hóp.

Nánari upplýsingar hjá framkvæmdastjóra Ragnari Schram í síma 564 2910.

Umsóknir sendist á netfangið umsokn@sos.is fyrir 19. febrúar.

SOS Barnaþorpin eru alþjóðleg hjálparsamtök sem hafa séð munaðarlausum og yfirgefnum börnum um allan heim fyrir fjölskyldu og heimili síðan 1949. Auk þess hjálpa samtökin fátækum barnafjölskyldum til sjálfshjálpar, sinna neyðaraðstoð o.fl.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...