Fréttayfirlit 21. október 2019

Kristján hringfari heimsótti barnaþorp í Eþíópíu

Kristján hringfari heimsótti barnaþorp í Eþíópíu

Einn þekktasti ferðalangur þjóðarinnar um þessar mundir er án efa Hringfarinn Kristján Gíslason sem undanfarin misseri hefur ferðast um heiminn á mótorhjóli sínu. Leið hans liggur þessa dagana niður Afríku og fyrr í þessum mánuði heimsótti hann SOS barnaþorpið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Glöggt er gests augað og því fannst okkur tilvalið að fá Kristján til að deila með okkur upplifun sinni af heimsókninni í barnaþorpið. Þar tók Mehari, eftirlits- og fræðslufulltrúi SOS í Eþíópíu, á móti Kristjáni og Abdu kunningja hans.

Fékk kaffi að eþíópískum sið

„Mehari tók á móti okkur við hliðið og fór með okkur í hús þar sem 8 börn búa. Maður fann strax þegar inn í húsið var komið að þarna er allt gert af alúð. Húsið sjálft er greinilega mjög vel byggt og allur frágangur til fyrirmyndar, eitthvað sem er ekki sjálfgefið hér í Eþíópíu,“ segir Kristján í dagbókarfærslu sinni sem hann leyfði okkur að birta úr.

„Húsráðandinn eða „SOS-móðir“ barnanna sem búa í þessu húsi tók á móti okkur með sínu fallega brosi og spurði okkur hvort við vildum kaffi. Ég var reyndar nýbúinn með morgunverðinn og þar með kaffið en þáði það engu að síður. Hún settist á gólfið fyrir framan sófasettið þar sem við sátum og byrjaði að útbúa kaffið á hlóðum að eþíópískum sið, á meðan við ræddum málin.“

Því næst fræddi Mehari þá Kristján og Abdu um starfsemi SOS Barnaþorpanna og sögu samtakanna. „Í þessu þorpi búa yfir 120 börn í 15 húsum, eða að meðaltali 8 börn í húsi. Við 14-15 ára aldur flytjast drengirnir í annað þorp fyrir ungmenni en stúlkurnar eru áfram í þessu þorpi. Mehari tók sérstaklega fram að kynjaskiptingin ætti einnig við um starfsfólkið - sjálfsagt til að koma í veg fyrir ek. misnotkun.“

Kaffi að eþíópískum sið Kaffi að eþíópískum sið

Menntakerfi SOS kom á óvart

Kristján segir að það hafi komið sér mjög á óvart að þegar börnin komast á skólaaldur þá eru þau send í einkaskóla. „Þau fá því eins góða menntun og möguleg er og í mörgum tilfellum betri menntun en eþíópískt barn myndi fá sem sækir almennan skóla. Þá kom það mér einnig á óvart að samtökin aðstoða barnafjölskyldur í sárafátækt í gegnum svokallaða fjölskyldueflingu þar sem 566 foreldrar og um 1.600 börn fá notið þessarar þjónustu í dag. Hér er verið að kenna og aðstoða foreldra við það ábyrgðarhlutverk að ala upp barn. Skildist mér að fjármunir frá SOS-fjölskyldvinum á Íslandi væru notaðir í þennan málaflokk.“

Fékk ekki að taka myndir

Mjög ströng persónuverndarlög tóku í gildi á síðasta ári og af þeim sökum má í mörgum tilfellum ekki taka myndir af börnunum í barnaþorpunum. Þessu kynntist Kristján í Addis Ababa. „Mig langaði til að fá mynd af börnunum en fékk ekki - ekki einu sinni af starfsfólkinu. Ég skil núna og virði að ég hafi ekki mátt taka myndir af innan þorpsins því verið er vernda börnin að búa til aðstæður þar sem þeim líður vel í.“

Börn í SOS barnaþorpinu í Addis Ababa. Umrædd mynd er hefur samþykki til birtingar. Börn í SOS barnaþorpinu í Addis Ababa. Umrædd mynd er hefur samþykki til birtingar.

Djúpt snortinn

Kristján var djúpt snortinn eftir heimsóknina í barnaþorpið. „Einhvern veginn fannst mér allt í kringum þessi samtök; húsakosturinn, regluverkið, starfsfólkið og hugsjónin stuðla með svo áþreifanlegum hætti að velferð barnanna sem þau bera ábyrgð á. Mottó samtakanna "A Loving Home for Every Child" lýsir best þeirri upplifun sem ég varð fyrir.“

Nýlegar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...

843 krónur af hverju þúsund króna framlagi
26. jún. 2024 Almennar fréttir

843 krónur af hverju þúsund króna framlagi

Það skiptir okkur miklu máli að geta sýnt styrktaraðilum samtakanna hér á landi fram á lágan rekstrarkostnað og að sem stærstur mögulegur hluti framlaga þeirra skili sér í sjálft hjálparstarfið. Í árs...