Jólakort SOS Barnaþorpanna
Jólakort SOS Barnaþorpanna eru komin út en um er að ræða tvö ný kort sem hönnuð eru af Maríu Möndu. Kortin heita Jólatré og eru 22,5 x 11 cm með texta. Þau eru skreytt að framan og aftan með gyllingu og umslag fylgir með. Kortin geta staðið upprétt og því tilvalin sem skraut en stykkið kostar 450 krónur.
Einnig eru SOS Barnaþorpin með eldri jólakort til sölu, meðal annars kort eftir Heklu Björk Guðmundsdóttur sem seljast á 350 krónur stykkið, Huldu Ólafsdóttur á 150 krónur stykkið og Ingibjörgu Eldon Logadóttur á 250 krónur stykkið.
Hægt er að panta kortin í vefverslun samtakanna á www.sos.is eða í síma 564-2910. Í desember verða SOS Barnaþorpin svo með klinktilboð á gömlum jólakortum en þá verður hægt að koma við í Hamraborg 1 í Kópavogi og ná sér í falleg jólakort á mjög ódýran hátt.
Nýlegar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS
Sorgarmiðstöð hlaut í gær fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, ...

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnustaðakönnun V.R. og hljóta þar með titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki í flokki lítilla fyrirtækja.