Fréttayfirlit 25. janúar 2016

Jól í Yamoussoukro

Síðustu þrjú ár hefur alþjóðlegi fjáröflunardagur Marel, Tour de Marel, safnað rúmum 33 milljónum króna til byggingar grunnskóla og bókasafns í SOS Barnaþorpinu í Yamoussoukro á Fílabeinsströndinni. Skólinn opnaði dyr sínar 15. september 2014 og stunda nú 210 börn á aldrinum 6-16 ára nám í skólanum.

Síðustu tvö ár hafa starfsmenn Marel á Íslandi ekki aðeins gengið, hjólað og hlaupið yfir 6.500 km eða vegalengdina frá Garðabæ til Yamoussoukro til að safna áheitum. Þeir hafa einnig sent öllum börnunum í Marel skólanum jólagjafir. Gjafirnar náðu til þeirra rétt fyrir jól og, eins og meðfylgjandi myndir sína, vöktu mikla lukku barnanna.

tour_de_marel_03.jpg

tour_de_marel_children.jpg

tour_de_marel_children-and-mothers.jpg

tour_de_marel_last-year-of-primary-school.jpg

Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
29. nóv. 2023 Almennar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
21. nóv. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...