Fréttayfirlit 25. janúar 2016

Jól í Yamoussoukro

Síðustu þrjú ár hefur alþjóðlegi fjáröflunardagur Marel, Tour de Marel, safnað rúmum 33 milljónum króna til byggingar grunnskóla og bókasafns í SOS Barnaþorpinu í Yamoussoukro á Fílabeinsströndinni. Skólinn opnaði dyr sínar 15. september 2014 og stunda nú 210 börn á aldrinum 6-16 ára nám í skólanum.

Síðustu tvö ár hafa starfsmenn Marel á Íslandi ekki aðeins gengið, hjólað og hlaupið yfir 6.500 km eða vegalengdina frá Garðabæ til Yamoussoukro til að safna áheitum. Þeir hafa einnig sent öllum börnunum í Marel skólanum jólagjafir. Gjafirnar náðu til þeirra rétt fyrir jól og, eins og meðfylgjandi myndir sína, vöktu mikla lukku barnanna.

tour_de_marel_03.jpg

tour_de_marel_children.jpg

tour_de_marel_children-and-mothers.jpg

tour_de_marel_last-year-of-primary-school.jpg

Nýlegar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...