Íslenskt fjármagn til Grikklands
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa nú sent 3,6 milljónir króna (25 þúsund Evrur) til verkefna SOS í Grikklandi en neyðin þar í landi hefur aukist gríðarlega að undanförnu.
Fjármagnið frá Íslandi mun nýtast í eftirfarandi verkefni:
-Fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna í Aþenu, Piraeus og Thessaloniki en alls verða 750 nýjar barnafjölskyldur teknar inn í verkefnið til viðbótar við þær sem fá aðstoð nú þegar.
-Tvö ný fjölskyldueflingarverkefni í landinu. Annað þeirra verður staðsett í Aþenu og hitt í Ioannina. Þar munu 500 barnafjölskyldur fá aðstoð og fara verkefnin af stað í byrjun nóvember og desember.
-Matarúthlutun í eitt ár til 550 fjölskyldna.
SOS Barnaþorpin hafa starfað í Grikklandi síðan árið 1975 en í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 juku samtökin aðstoð sína. Í dag eru þar níu fjölskyldueflingarverkefni starfandi (verkefnin sem hefjast í nóvember og desember þar meðtalin) ásamt tveimur verkefnum sem stuðla að menntun ungmenna. Einnig eru fjögur barnaþorp starfandi ásamt barnaheimili fyrir ung börn.
1,9 milljónir barna búa í Grikklandi en 40% þeirra búa við mikla fátækt. Þá er vanræksla og ofbeldi á grískum börnum vaxandi vandamál ásamt því að einstæðum foreldrum hefur fjölgað hratt undanfarna mánuði.
Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
Seinna SOS-blað ársins er komið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyrirkomulagi á dreifingu til styrktaraðila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...