Fréttayfirlit 30. maí 2018

Íslendingar gefa skó til Nígeríu

Laug­ar­dag­inn 2. júní n.k. fer fram nokkuð áhuga­vert fjöl­skyldu­hlaup við Rauðavatn en til­gang­ur þess er að safna íþrótta­skóm fyr­ir börn og ung­menni í Níg­er­íu. Hlaupið verður 3,5 km hindr­un­ar­hlaup kring­um Rauðavatn og er þátt­töku­gjaldið eitt vel með farið par af íþrótta­skóm sem send­ir verða með DHL til SOS Barnaþorp­anna í Níg­er­íu.

90 millj­ón­ir ung­menna und­ir 18 ára aldri

Níg­er­ía er þétt­býl­asta land Afr­íku og það sjö­unda fjöl­menn­asta í heimi. Þar búa 186 millj­ón­ir manna, þar af 90 millj­ón­ir ung­menna und­ir 18 ára aldri og er það þriðja hæsta ung­menna­hlut­fall allra þjóða í heimi. Þó landið sé ríkt af auðlind­um er mis­skipt­ing mik­il og yfir 60 pró­sent íbúa lifa und­ir fá­tækt­ar­mörk­um. SOS Barnaþorp­in eru stærstu einka­reknu barna­hjálp­ar­sam­tök­in í heim­in­um sem sér­hæfa sig í að út­vega munaðarlaus­um og yf­ir­gefn­um börn­um heim­ili, for­eldra og systkini. Um 9 þúsund Íslend­ing­ar eru SOS styrktar­for­eldr­ar og fá reglu­lega send­ar mynd­ir og frétt­ir af sínu barni úti í heimi. Starf­semi sam­tak­anna á Íslandi miðar að því að afla styrkt­araðila fyr­ir hjálp­ar­starf sam­tak­anna í 126 lönd­um. Um 25 þúsund Íslend­ing­ar styrktu SOS barnaþorp­in á síðasta ári, meðal ann­ars sem styrktar­for­eldr­ar, barnaþorps­vin­ir og fjöld­skyldu­vin­ir. 130 Íslend­ing­ar styrkja verk­efni sam­tak­anna í Níg­er­íu með mánaðarleg­um fram­lög­um. Alls 82% af fram­lög­um Íslend­inga á síðasta ári runnu beint til verk­efna SOS Barnaþorp­anna og kostnaður­inn því lít­ill við starf­semi sam­tak­anna hér á landi. 

Margþætt mark­mið með hlaup­inu

SOS Barnaþorp­in á Íslandi, Morg­un­blaðið, Mbl.is og K100 standa að fyrr­greindu fjöl­skyldu­hlaupi sem er und­ir yf­ir­skrift­inni Skór til Afr­íku. En af hverju varð Níg­er­ía fyr­ir val­inu? „Okk­ur þótti það til­valið því Ísland og Níg­er­ía eru sam­an í riðli á HM í fót­bolta í júní og það eru fjög­ur SOS Barnaþorp í Níg­er­íu. Það eru 320 ein­stak­ling­ar í 46 fjöl­skyld­um í þess­um þorp­um en miklu fleiri njóta aðstoðar okk­ar í gegn­um sér­staka fjöl­skyldu­efl­ingu sam­tak­anna. Þess­ir skór munu því koma að góðum not­um,“ seg­ir Hans Stein­ar Bjarna­son, upp­lýs­inga­full­trúi SOS Barnaþorp­anna á Íslandi. Hulda Bjarna­dótt­ir, sem stýr­ir verk­efn­inu fyr­ir hönd Árvak­urs seg­ir hug­mynd­inni ætlað að ná utan um heil­brigðan lífstíl og góða sam­veru­stund en einnig að þau verðmæti sem marg­ir Íslend­ing­ar eiga í skáp­un­um sín­um fái nýtt nota­gildi.

Vel­gjörðarsendi­herr­ar gefa skó

„Það er með ólík­ind­um að fá­tækt­in sé svona mik­il í eins ríku landi og Níg­er­ía er. Og erfitt að horfa á þetta héðan úr norðrinu og geta lítið gert! En lítið er samt betra en ekk­ert og þess­vegna finnst mér þetta fjöl­skyldu­hlaup al­veg bráðsniðug leið til að sýna stuðning og vináttu í verki við þjóð sem teng­ist okk­ur á HM. Svona gera heims­meist­ar­ar! Þetta frá­bært tæki­færi til að gera sér glaðan dag með fjöl­skyld­unni og láta um leið gott af sér leiða í sum­ar­blíðunni“ seg­ir söng­kon­an og fast­eigna­sal­inn Hera Björk sem er einn af þrem­ur vel­gjörðarsendi­herr­um SOS Barnaþorp­anna á Íslandi. Því embætti gegna líka for­setafrú­in El­iza Reid og Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir, æv­in­týra­kona og pólfari.

Hlaupið hefst klukk­an 10 að morgni laug­ar­dags­ins 2. júní og stend­ur skrán­ing í það yfir á mbl.is.

Fólk getur einnig sýnt verkefninu stuðning með myndatöku og myllumerkinu #skortilafriku á samfélagsmiðlum. Hér í frétt á Mbl má sjá myndir frá fjölmörgum kunnum Íslendingum sem taka þátt í verkefninu með því að gefa skó til Nígeríu.

Nýlegar fréttir

SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu
13. sep. 2024 Almennar fréttir

SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu

Allt SOS samfélagið á Gaza er stanslaust í viðbragðsstöðu komi til rýmingar á tjaldbúðum SOS þar sem á annað hundrað manns halda til.

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.