Fréttayfirlit 24. júní 2016

Háttsettur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna: Virk barátta fyrir vernd barna er nauðsynleg

Í gær, þann 23. júní, hófst tuttugasta allsherjarþing SOS Barnaþorpanna í Innsbruck, Austurríki. Dagurinn hefði jafnframt verið 97. afmæli Hermanns Gmeiner, stofnanda samtakanna. Þingið hófst með opnunarathöfn þar sem meðal annars Marta Santos Pais, helsta baráttukona Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi gegn börnum, ávarpaði þingið.

Santos Pais, lögfræðingur og embættismaður UNICEF og Sameinuðu þjóðanna til langs tíma, hrósaði SOS Barnaþorpunum fyrir starf sitt er snertir vernd barna og fagnaði nýrri stefnu samtakanna sem leið til að hjálpa umkomulausum börnum, í myndbandi sem streymt var á þinginu. Þá sagði hún stofnanir á við SOS Barnaþorpin vera mikilvægar til að þrýsta á að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar um að binda enda á fátækt (Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 1) og útrýma ofbeldi og pyndingum gagnvart börnum, sem rætt er um í Heimsmarkmiði 16.2.

Santos Pais sagði þó engan tíma vera fyrir sjálfsánægju, en mikilvægt sé að virkja alla þá sem geta stuðlað að útrýmingu ofbeldis gegn börnum, þá sérstaklega þeim börnum sem ekki fá umönnun frá fjölskyldu.

Meira en 400 manneskjur frá 134 löndum taka þátt í ráðstefnunni, þar sem búist er við að ný stefna SOS Barnaþorpanna sem gildir til 2030 verði samþykkt.

Stefnan undirstrikar meginskuldbindingu SOS Barnaþorpanna um umönnun og vernd barna. Stefnan kallar einnig eftir fleiri atvinnutækifærum fyrir ungt fólk og sterkari þátttöku ungs fólks í ákvörðunartöku er varðar líf þeirra.

Santos Pais fagnaði stefnunni og áherslu SOS Barnaþorpanna á þörf barna til að tilheyra fjölskyldu og alast upp með ást, virðingu og öryggi, „sem mun án efa hjálpa við að styrkja fjölskyldur og umönnun er byggir á fjölskyldukerfi fyrir börn sem of oft eru skilin útundan í ákvörðunartöku og aðgerðum.“

Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis hrósaði einnig SOS Barnaþorpunum í opnunarathöfninni.

„Vegna hollustu ykkar og skuldbindingar hefur nú fjöldi barna fengið fjölskyldu, von og framtíðarsýn, og tækifæri til að lifa hamingjusömu og ríku lífi,“ sagði Kurz í ræðu sinni.

Santos Pais hvatti SOS Barnaþorpin að þrýsta á stjórnvöld í aðildarríkjum sínum til að þróa og fylgja eftir heildarstefnu um umönnun barna.

„Ég er ekki í vafa um að rödd ykkar muni hjálpa til við að tryggja að ekkert barn alist upp einsamalt eða sé skilið útundan í baráttunni gegn ofbeldi“, sagði Santos Pais að lokum.  

Allsherjarþingið mun standa til 25. júní. 

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...