Happdrætti og tónleikar
Ungmennaráð SOS Barnaþorpanna verður með happdrætti og tónleika, föstudaginn 2. febrúar, kl. 21 í Stúdentakjallaranum.
Gestir geta keypt happdrættsimiða og átt þannig möguleika á að vinna stórglæsilega vinninga, allt á meðan hljómsveitirnar Omotrack og Meistarar Dauðans spila frábæra tónlist.
Allur ágóði happdrættisins rennur til SOS Barnaþorpanna í Grikklandi þar sem unnið er með fylgdarlausum ungmennum á flótta.
Nýlegar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
Áhersla SOS Barnaþorpanna í framhaldi af hamförunum í Marokkó er á að hlúa að börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra eða orðið viðskila við þá, vernda réttindi þeirra, halda fjölskyldum saman og ...

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðarastoðar í Marokkó vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir föstudagskvöldið 8. september. Íslendingum gefst kostu...