Hans Steinar nýr upplýsingafulltrúi SOS
Hans Steinar Bjarnason hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Hans Steinar hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, nú síðast sem íþróttafréttamaður á RÚV. Áður gegndi hann starfi íþróttafréttamanns og þáttastjórnanda á Stöð 2, Stöð 2 Sport og Sýn sem og dagskrárgerðarmanns og útsendingastjóra í útvarpi og sjónvarpi svo fátt eitt sé nefnt.
„Það hefur í talsverðan tíma blundað í mér að fást við nýjar áskoranir eftir rúm 28 ár í fjölmiðlabransanum,“ segir Hans Steinar. „Ég gæti vart hugsað mér betri stað til þess en að taka þátt í því frábæra starfi sem unnið er hjá SOS Barnaþorpunum. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni á nýjum vettvangi.“
Alls bárust 61 umsókn um starfið og þakka SOS Barnaþorpin öllum þeim sem sýndu því áhuga.
Fráfarandi upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna, Sunna Stefánsdóttir, lætur af störfum í lok febrúar og hverfur þá til starfa hjá Garðabæ. Eru henni þökkuð góð störf fyrir SOS Barnaþorpin og óskað góðs gengis í nýju starfi.
Nýlegar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS
Sorgarmiðstöð hlaut í gær fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, ...

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnustaðakönnun V.R. og hljóta þar með titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki í flokki lítilla fyrirtækja.