Hans Steinar nýr upplýsingafulltrúi SOS
Hans Steinar Bjarnason hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Hans Steinar hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, nú síðast sem íþróttafréttamaður á RÚV. Áður gegndi hann starfi íþróttafréttamanns og þáttastjórnanda á Stöð 2, Stöð 2 Sport og Sýn sem og dagskrárgerðarmanns og útsendingastjóra í útvarpi og sjónvarpi svo fátt eitt sé nefnt.
„Það hefur í talsverðan tíma blundað í mér að fást við nýjar áskoranir eftir rúm 28 ár í fjölmiðlabransanum,“ segir Hans Steinar. „Ég gæti vart hugsað mér betri stað til þess en að taka þátt í því frábæra starfi sem unnið er hjá SOS Barnaþorpunum. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni á nýjum vettvangi.“
Alls bárust 61 umsókn um starfið og þakka SOS Barnaþorpin öllum þeim sem sýndu því áhuga.
Fráfarandi upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna, Sunna Stefánsdóttir, lætur af störfum í lok febrúar og hverfur þá til starfa hjá Garðabæ. Eru henni þökkuð góð störf fyrir SOS Barnaþorpin og óskað góðs gengis í nýju starfi.
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...