Fréttayfirlit 3. ágúst 2018

Góður árangur af neyðaraðstoð í Mið-Afríkulýðveldinu

Niðurstaða lokaskýrslu er að góður árangur hafi náðst af neyðaraðstoð sem SOS Barnaþorpin á Íslandi og í Svíþjóð fjármögnuðu í Mið-Afríkulýðveldinu frá mars 2017 til mars 2018. Meginmarkmið neyðarastoðarinnar var að hjálpa börnum sem bjuggu við stríðsástand og hörmungar. Yfir 20% landsmanna hafa þurft að flýja heimili sín og um 600 þúsund manns voru á vergangi í eigin landi árið 2017. Samkvæmt skýrslunni héldu 438.724 flóttamenn til í nágrannalöndum.

Varað við ferðum til landsins

Til marks um hræðilegt ástand í landinu má geta þess að til stóð að senda fulltrúa frá SOS Barnaþorpunum á Íslandi á vettvang til að fylgjast með framvindu verkefnisins en frá því var horfið af öryggisástæðum eftir að bresk stjórnvöld gáfu út aðvörun og vöruðu við ferðum til landsins. Fram kemur í skýrslunni að ástandið í landinu valdi enn áhyggjum því 11 af 16 sýslum eru undir yfirráðum vopnaðra sveita og mikið ofbeldi þrífist á þessum svæðum.

Sameinuðust foreldrum sínum á ný

Megináhersla verkefnisins var vernd barna, menntun þeirra og næring og þykir vel hafa tekist til með að styrkja stöðu þeirra barna sem þóttu helst berskjölduð fyrir lífshættulegu ástandinu í landinu. 23 fjölskyldur voru þjálfaðar til að taka tímabundið að sér fósturbarn orðið hafði viðskila við foreldra sína eða misst þá og tókst að sameina 22 börn við foreldra sína á ný. Tveir skólar voru endurbættir, 5.554 börn sóttu barnvæn svæði verkefnisins og 228 börn fengu sálfræðiaðstoð. Ýmis vandræði komu þó upp og ekki náðist hámarksárangur en vandamálin eru talin minniháttar.

Framlagið frá Íslandi

SOS Barnaþorpin á Íslandi vilja færa Utanríkisráðuneytinu kærar þakkir fyrir stuðninginn við verkefnið sem ráðuneytið styrkti um 11.943.000 krónur. SOS Barnaþorpin á Íslandi lögðu til 6.222.114 krónur og samtals var framlag Íslands til neyðaraðstoðarinnar því 18.165.114 krónur.

Nýlegar fréttir

SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu
13. sep. 2024 Almennar fréttir

SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu

Allt SOS samfélagið á Gaza er stanslaust í viðbragðsstöðu komi til rýmingar á tjaldbúðum SOS þar sem á annað hundrað manns halda til.

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.