Fréttayfirlit 23. september 2016

Góðgerðarráð Versló styrkir SOS Barnaþorpin í Kosovo

SOS Barnaþorpin fengu nýverið styrk frá Góðgerðarráði Verzlunarskóla Íslands sem safnað var á síðasta skólaári. Alls söfnuðust 612 þúsund krónur sem fara óskipt til ungbarnaheimila SOS Barnaþorpanna í Pristina, höfuðborg Kosovo.

Ungbarnaheimilin í Pristina sjá um yfirgefin ungbörn í fjölskylduvænu umhverfi þar til varanlegir foreldrar finnast. Börnin eru flest á aldrinum 0-3 ára og hafa verið yfirgefin á fæðingadeildinni. Yfirgefin ungbörn er nokkuð stórt vandamál í Kosovo, en í aðeins einu sjúkrahúsi í Pristina eru um 30-40 börn yfirgefin á hverju ári. Það er mikil þörf á úrræði fyrir þessi börn og ungbarnaheimili SOS eru eitt svar við þeirri þörf. Heimilin eru byggð á þeim grunni að öll börn þurfa öruggt heimili á öllum stundum. Heimilin geta séð um alls 24 börn í einu og er stærsta og eitt af fáum úrræðum á þessu sviði í landinu.

Fjármagnið frá Góðgerðarráði Versló verður nýtt til bleyju- og þurrmjólkurkaupa fyrir börnin.

Við þökkum Góðgerðarráðinu kærlega fyrir þennan flotta stuðning.

Myndir frá ungbarnaheimili SOS í Pristina:

73250.jpg

baby1.jpg

baby2.jpg

73248.jpg

73247.jpg

Nýlegar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
12. sep. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Áhersla SOS Barnaþorpanna í framhaldi af hamförunum í Marokkó er á að hlúa að börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra eða orðið viðskila við þá, vernda réttindi þeirra, halda fjölskyldum saman og ...

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta
9. sep. 2023 Almennar fréttir

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðarastoðar í Marokkó vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir föstudagskvöldið 8. september. Íslendingum gefst kostu...