Gefðu vatnshreinsitæki
Komið er í sölu í vefverslun okkar vatnshreinsitækið WADI sem við útvegum barnafjölskyldum í Fjölskyldueflingu okkar í Eþíópíu. Þegar þú kaupir vatnshreinsitækið færðu sent þakkarbréf sem staðfestir að þú hafir gefið eitt slíkt tæki til einnar fjölskyldu.
Vatnshreinstækið nemur styrk UV sólargeislanna sem drepa sýkla og örverur. Ef plastflaska full af vatni er látin standa úti í sólinni og tækið við hliðina á, gefur broskarl til kynna að vatnið sé orðið drykkjarhæft. Svo lengi sem fýlukarlinn er á tækinu, er vatnið enn ódrykkjarhæft. Með þessu móti er hægt að sporna við sjúkdómum sem orsakast vegna skítugs drykkjarvatns.
SOS Barnaþorpin á Íslandi vinna verkefnið í samvinnu við yfirvöld á Tulu-Moye svæðinu og heimafólk. Markmið þess er að auka hæfni og getu þessara fjölskyldna til að standa á eigin fótum og mæta þörfum barnanna svo velferð þeirra sé tryggð til framtíðar. Skjólstæðingar verkefnisins fá aðgang að heilsugæslu, mataraðstoð, menntun og fræðslu ásamt því að þeir geta fengið vaxtalág örlán frá SOS Barnaþorpunum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í febrúar sl. í þorpunum Iteya og Tero Moye þar sem fjölskyldurnar í verkefninu okkar búa. Þar kemur tækið að góðum notum.
Nýlegar fréttir

Ný fjölskylduefling í Úganda
Ný fjölskylduefling er hafin í Úganda sem fjármögnuð er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi og styrktarðilum hér á landi, SOS-fjölskylduvinum. Í Úganda hjálpum við barnafjölskyldum út úr sárafátækt og vinn...

Skólasókn barna í Malaví hefur aukist um 227%
Fjölskylduefling okkar í Malaví hefur gengið vonum framar og barnafjölskyldur í viðkvæmri stöðu hafa orðið sjálfbjarga í meira mæli en væntingar stóðu til um. Skólasókn barna hefur aukist um 227%. Þet...