Fréttayfirlit 6. maí 2019

Fyrrverandi SOS-barn heimsækir Ísland

Lífið í SOS barnaþorpum er skiljanlega mjög fjarlægt í huga okkar Íslendinga enda eru hér engin slík þorp. Mánudagskvöldið 13. maí gefst styrktaraðilum SOS Barnaþorpanna á Íslandi og öðrum áhugasömum einstakt tækifæri á að hitta mann sem ólst upp í barnaþorpi í Kenía. Hann fékk góða menntun og hefur náð langt á sínu sviði; hann er m.a. ráðgjafi hjá Bill & Melinda Gates sjóðnum sem er stærsti einkarekni góðgerðarsjóður í heimi.

Samburu Wa-Shiko er 43 ára Keníamaður sem missti foreldra sína ungur að árum. Hann fékk SOS móður og nýja fjölskyldu í SOS barnaþorpinu í Mombasa í Kenía þar sem hann svo ólst upp. Eftir að Samburu flutti úr barnaþorpinu lá leið hans í háskólanám í Kanada og Bretlandi og að námi loknu starfaði hann m.a. fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hann er frábært dæmi um barn í neyð sem hefur fengið nýtt tækifæri hjá SOS og náð langt í lífinu.

Þetta er upplagt tækifæri fyrir ykkur að spyrja Samburu út í það sem ykkur liggur á hjarta um uppvöxt í SOS barnaþorpi.

✔️Hvað er SOS barnaþorp?
✔️Er gott, vont eða erfitt að alast þar upp?
✔️Er erfitt fyrir barn að flytja þangað?
✔️Hvernig eru framtíðarmögulelikar barnanna á menntun og atvinnu?

Samburu er líflegur og segir skemmtilega frá. Hann hlakkar mjög að koma til Íslands og hitta styrktaraðila SOS.

Kvöldstundin með Samburu verður í Gallerí fundarsalnum á Grand Hótel mánudagskvöldið 13. maí kl.20.00. Kaffiveitingar verða í boði. Gert er ráð fyrir að viðburðurinn verði í eina klukkustund.

Allir eru velkomnir á viðburðinn. Ekkert kostar inn en við biðjum ykkur vinsamlegast um að skrá mætingu ykkar á Facebook síðunni fyrir viðburðinn. Einnig er hægt að tilkynna mætingu með símtali á skrifstofu okkar 564 2910 eða í tölvupósti á sos@sos.is.

Við viljum líka benda ykkur á að Samburu var í áhugaverðu viðtali við sjónvarpsstöðina Africa 24 sem óhætt er að mæla með.

Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur
starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...