Frosthörkur í Grikklandi
Miklar frosthörkur í Grikklandi hafa komið illa niður á flóttamönnum sem halda til þar í landi. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á nokkrum stöðum norðarlega í landinu en mikið frost hefur ríkt á meginlandi Evrópu undanfarnar vikur.
SOS Barnaþorpin hafa brugðist við til að aðstoða berskjölduð börn sem eru í mögulegri hættu vegna kuldans.
-Í flóttamannabúðunum í Kara Tepe á eyjunni Lesbos hafa SOS Barnaþorpin reist upphitað barnvænt svæði fyrir börn.
-Í flóttamannabúðunum í Moria á Lesbos, eru SOS að útbúa upphitað skýli fyrir amk tuttugu fylgdarlaus flóttabörn. Einnig munu samtökin dreifa lyfjum og vetrarklæðnaði í búðunum.
-Í flóttamannabúðunum í Divata í norðurhluta Grikklands lagfærðu samtökin húsnæði sem voru í niðurníslu svo hægt væri að nota þau sem neyðarskýli. Settir voru gluggar, hurðir og ofnar í húsin svo flóttafólk gæti leitað sér skjólar þar fyrir vetrarhörkum. Þá var barnvæna svæðið í búðunum stækkað svo fleiri börn gætu nýtt sér aðstoð SOS.
SOS Barnaþorpin hafa sinnt neyðaraðstoð í Grikklandi undanfarin ár, sér í lagi á Lesbos og Aþenu en einnig í Þessalóníku. Samtökin sjá um matarúthlutanir ásamt því að dreifa hreinlætispökkum. Þá útvega samtökin sálræna aðstoð, eru með tungumálakennslu, sjá um tómstundir fyrir börn og bjóða þau velkomin í neyðarskýli. Alls hafa yfir 76 þúsund manns fengið aðstoð frá SOS í landinu á undanförnum árum. Þá hafa 120 fylgdarlaus flóttabörn fengið skjól í SOS Barnaþorpum í Grikklandi.
Nýlegar fréttir
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.
Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...