Fréttayfirlit 30. janúar 2017

Frosthörkur í Grikklandi

Mikl­ar frost­hörk­ur í Grikklandi hafa komið illa niður á flótta­mönn­um sem halda til þar í landi. Neyðarástandi hef­ur verið lýst yfir á nokkr­um stöðum norðarlega í landinu en mikið frost hef­ur ríkt á meg­in­landi Evr­ópu und­an­farnar vikur.

SOS Barnaþorpin hafa brugðist við til að aðstoða berskjölduð börn sem eru í mögulegri hættu vegna kuldans.

-Í flóttamannabúðunum í Kara Tepe á eyjunni Lesbos hafa SOS Barnaþorpin reist upphitað barnvænt svæði fyrir börn.

-Í flóttamannabúðunum í Moria á Lesbos, eru SOS að útbúa upphitað skýli fyrir amk tuttugu fylgdarlaus flóttabörn. Einnig munu samtökin dreifa lyfjum og vetrarklæðnaði í búðunum.

-Í flóttamannabúðunum í Divata í norðurhluta Grikklands lagfærðu samtökin húsnæði sem voru í niðurníslu svo hægt væri að nota þau sem neyðarskýli. Settir voru gluggar, hurðir og ofnar í húsin svo flóttafólk gæti leitað sér skjólar þar fyrir vetrarhörkum. Þá var barnvæna svæðið í búðunum stækkað svo fleiri börn gætu nýtt sér aðstoð SOS.

SOS Barnaþorpin hafa sinnt neyðaraðstoð í Grikklandi undanfarin ár, sér í lagi á Lesbos og Aþenu en einnig í Þessalóníku. Samtökin sjá um matarúthlutanir ásamt því að dreifa hreinlætispökkum. Þá útvega samtökin sálræna aðstoð, eru með tungumálakennslu, sjá um tómstundir fyrir börn og bjóða þau velkomin í neyðarskýli. Alls hafa yfir 76 þúsund manns fengið aðstoð frá SOS í landinu á undanförnum árum. Þá hafa 120 fylgdarlaus flóttabörn fengið skjól í SOS Barnaþorpum í Grikklandi.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...