Frosthörkur í Grikklandi
Miklar frosthörkur í Grikklandi hafa komið illa niður á flóttamönnum sem halda til þar í landi. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á nokkrum stöðum norðarlega í landinu en mikið frost hefur ríkt á meginlandi Evrópu undanfarnar vikur.
SOS Barnaþorpin hafa brugðist við til að aðstoða berskjölduð börn sem eru í mögulegri hættu vegna kuldans.
-Í flóttamannabúðunum í Kara Tepe á eyjunni Lesbos hafa SOS Barnaþorpin reist upphitað barnvænt svæði fyrir börn.
-Í flóttamannabúðunum í Moria á Lesbos, eru SOS að útbúa upphitað skýli fyrir amk tuttugu fylgdarlaus flóttabörn. Einnig munu samtökin dreifa lyfjum og vetrarklæðnaði í búðunum.
-Í flóttamannabúðunum í Divata í norðurhluta Grikklands lagfærðu samtökin húsnæði sem voru í niðurníslu svo hægt væri að nota þau sem neyðarskýli. Settir voru gluggar, hurðir og ofnar í húsin svo flóttafólk gæti leitað sér skjólar þar fyrir vetrarhörkum. Þá var barnvæna svæðið í búðunum stækkað svo fleiri börn gætu nýtt sér aðstoð SOS.
SOS Barnaþorpin hafa sinnt neyðaraðstoð í Grikklandi undanfarin ár, sér í lagi á Lesbos og Aþenu en einnig í Þessalóníku. Samtökin sjá um matarúthlutanir ásamt því að dreifa hreinlætispökkum. Þá útvega samtökin sálræna aðstoð, eru með tungumálakennslu, sjá um tómstundir fyrir börn og bjóða þau velkomin í neyðarskýli. Alls hafa yfir 76 þúsund manns fengið aðstoð frá SOS í landinu á undanförnum árum. Þá hafa 120 fylgdarlaus flóttabörn fengið skjól í SOS Barnaþorpum í Grikklandi.
Nýlegar fréttir

Fjögurra milljóna króna erfðagjöf til SOS
SOS Barnaþorpunum á Íslandi barst á dögunum rausnarleg erfðagjöf frá Svanhildi Jónsdóttur upp á tæpar fjórar milljónir króna. Svanhildur studdi allt sitt líf þá sem þurftu á stuðningi að halda og var ...

Ráðlagt að senda ekki bréf eða pakka til barnanna
SOS Barnaþorpin réðleggja styrktarforeldrum eindregið frá því að senda styrktarbörnum sínum bréf eða pakka um þessar mundir. Ekki er hægt að tryggja að þessar sendingar komist á leiðarenda vegna ástan...