Fréttayfirlit 30. janúar 2017

Frosthörkur í Grikklandi

Mikl­ar frost­hörk­ur í Grikklandi hafa komið illa niður á flótta­mönn­um sem halda til þar í landi. Neyðarástandi hef­ur verið lýst yfir á nokkr­um stöðum norðarlega í landinu en mikið frost hef­ur ríkt á meg­in­landi Evr­ópu und­an­farnar vikur.

SOS Barnaþorpin hafa brugðist við til að aðstoða berskjölduð börn sem eru í mögulegri hættu vegna kuldans.

-Í flóttamannabúðunum í Kara Tepe á eyjunni Lesbos hafa SOS Barnaþorpin reist upphitað barnvænt svæði fyrir börn.

-Í flóttamannabúðunum í Moria á Lesbos, eru SOS að útbúa upphitað skýli fyrir amk tuttugu fylgdarlaus flóttabörn. Einnig munu samtökin dreifa lyfjum og vetrarklæðnaði í búðunum.

-Í flóttamannabúðunum í Divata í norðurhluta Grikklands lagfærðu samtökin húsnæði sem voru í niðurníslu svo hægt væri að nota þau sem neyðarskýli. Settir voru gluggar, hurðir og ofnar í húsin svo flóttafólk gæti leitað sér skjólar þar fyrir vetrarhörkum. Þá var barnvæna svæðið í búðunum stækkað svo fleiri börn gætu nýtt sér aðstoð SOS.

SOS Barnaþorpin hafa sinnt neyðaraðstoð í Grikklandi undanfarin ár, sér í lagi á Lesbos og Aþenu en einnig í Þessalóníku. Samtökin sjá um matarúthlutanir ásamt því að dreifa hreinlætispökkum. Þá útvega samtökin sálræna aðstoð, eru með tungumálakennslu, sjá um tómstundir fyrir börn og bjóða þau velkomin í neyðarskýli. Alls hafa yfir 76 þúsund manns fengið aðstoð frá SOS í landinu á undanförnum árum. Þá hafa 120 fylgdarlaus flóttabörn fengið skjól í SOS Barnaþorpum í Grikklandi.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...