Fréttablað SOS komið út
Þriðja og síðasta tölublað ársins af fréttablaði SOS Barnaþorpanna á Íslandi er komið út og er dreifing á því að hefjast til styrktaraðila. Í blaðinu er ítarlegt viðtal við Mari Järsk sem er alin upp í SOS barnaþorpi í Eistlandi en býr nú á Íslandi.
Einnig er viðtal við Jón. P. Pétursson sem sýndi mikið örlæti með því að gefa SOS Barnaþorpunum 10 milljónir króna á dögunum. Í blaðinu má líka finna frásagnir íslenskra styrktarforeldra af heimsóknum sínum í SOS barnaþorp, umfjöllun um fjölskyldueflingarverkefnin sem fjármögnuð eru af SOS á Íslandi og ýmislegt fleira.
Nýlegar fréttir

Bréfin um börnin loks að berast styrktarforeldrum
Marga styrktarforeldra er eflaust farið að lengja eftir fréttum af styrktarbörnum sínum en biðin fer nú loks að taka enda. Bréfin eru þegar farin að berast inn um lúguna en einhverjir gætu þurft að bí...

Aukið ofbeldi gegn börnum og fátækt eykst á ný
Eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á hefur því miður orðið mikil afturför hjá skjólstæðingum okkar í fjölskyldueflingunni SOS í Eþíópíu sem SOS á Íslandi fjármagnar. Við fengum verkefnastjóra á sta...