Fréttayfirlit 24. febrúar 2017

Framlög styrktarforeldra á Google korti

Nú hafa SOS Barnaþorpin á Íslandi sett upp Google kort sem sýnir upplýsingar um staðsetningu allra SOS Barnaþorpa sem íslenskir styrktarforeldrar og barnaþorpsvinir styðja við. Um er að ræða 438 þorp víðsvegar um heiminn.

Ásamt því að geta forvitnast um staðsetningu og útlit þorpanna geta stuðningsaðilar séð upplýsingar um framlög og peningagjafir til barna. Um er að ræða mjög spennandi möguleika þar sem hægt er að sjá með einföldum hætti hvert fjármagnið fer.

Alls voru framlög styrktarforeldra 351 milljón króna árið 2016.

Kíktu á Google kortið hér.

Nýlegar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi
16. okt. 2024 Almennar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi

SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...