Framlög styrktarforeldra á Google korti
Nú hafa SOS Barnaþorpin á Íslandi sett upp Google kort sem sýnir upplýsingar um staðsetningu allra SOS Barnaþorpa sem íslenskir styrktarforeldrar og barnaþorpsvinir styðja við. Um er að ræða 438 þorp víðsvegar um heiminn.
Ásamt því að geta forvitnast um staðsetningu og útlit þorpanna geta stuðningsaðilar séð upplýsingar um framlög og peningagjafir til barna. Um er að ræða mjög spennandi möguleika þar sem hægt er að sjá með einföldum hætti hvert fjármagnið fer.
Alls voru framlög styrktarforeldra 351 milljón króna árið 2016.
Nýlegar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
Áhersla SOS Barnaþorpanna í framhaldi af hamförunum í Marokkó er á að hlúa að börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra eða orðið viðskila við þá, vernda réttindi þeirra, halda fjölskyldum saman og ...

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðarastoðar í Marokkó vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir föstudagskvöldið 8. september. Íslendingum gefst kostu...