Fréttayfirlit

Framlög og tekjur SOS á Íslandi alls 618 milljónir

Heildarframlög og -tekjur SOS Barnaþorpanna á Íslandi árið 2018 voru 618,4 milljónir króna og koma 87% þeirra frá einstaklingum. Af þeirri upphæð sendum við 84% úr landi til þeirra barna, þorpa og verkefna sem styrktaraðilar og stjórn samtakanna hafa ákveðið að styðja. Þetta kemur fram í ársskýrslu samtakanna sem nú hefur verið birt.

Rekstrarkostnaður með því lægsta sem gerist

Rekstrarkostnaður var aðeins 16% sem er með því lægsta sem gerist. 16% fóru s.s. í að halda úti starfsemi okkar hér á landi, þ.e.a.s. að þjónusta styrktaraðila og afla fjár. Þetta þýðir að, að jafnaði 840 krónur af hverju eitt þúsund króna framlagi skila sér til verkefnanna. Barnanna sem samtökin hjálpa.

Landsmenn héldu að sér höndum

Ragnar SchramÞrátt fyrir að landsmenn hafi haldið að sér höndum á seinni hluta árs hafa heildarframlög og -tekjur aldrei verið hærri en þau jukust um 3,2%. Við erum afskaplega þakklát fyrir stuðninginn. 8.678 börn í SOS barnaþorpum eiga íslenska styrktarforeldra og metfjöldi einstaklinga eða um 29 þúsund gáfu frjáls framlög á árinu.

„Þegar sumri fór að halla og haustið að banka upp á fundum við áþreifanlega fyrir breytingum. Skyndilega átti landinn erfiðara með að vilja taka á sig mánaðarlegan stuðning við góð málefni. SOS Barnaþorpin eru ekki ein um að hafa fundið fyrir þessu. Óvissa var greinilega í kortunum og hélst hún út árið. Þrátt fyrir þetta fundum við fyrir gríðarlegum stuðningi landsmanna á árinu,“ segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi.

450 milljónir frá mánaðarlegum styrktaraðilum

Mánaðarlegir styrktaraðilar hafa þó aldrei verið fleiri eða um 11 þúsund og er það 5% aukning frá árinu 2017. Framlög þeirra námu 450 milljónum króna.

Mánaðarleg framlög
Styrktarforeldrar.... .8.919
Barnaþorpsvinir.......655
Fjölskylduvinir.........1.318
Samtals...................10.955

Arsskyrsla skilti 1.JPG

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna á Íslandi er aðgengileg hér og ítarlegri upplýsingar um fjármál má sjá í ársreikningnum hér.

Nýlegar fréttir

Fékkstu símtal frá SOS?
14.10.2021 Almennar fréttir

Fékkstu símtal frá SOS?

Um 66 þúsund börn og ungmenni víða um heim treysta alfarið á SOS Barnaþorpin hvað varðar vernd, framfærslu og umhyggju. Þessa dagana erum við að hringja í fólk og óska eftir stuðningi við þessa starfs...

Tilkynning vegna netárásar
08.10.2021 Almennar fréttir

Tilkynning vegna netárásar

Netárás var gerð á tölvukerfi alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna 18. september sl. án þess að alvarlegur skaði hlytist af. Viðbragðsáætlun samtakanna var strax sett í gang og gagnráðstafnir gerðar, svo ...