Fréttayfirlit 28. febrúar 2020

Framlagið þitt 66-faldast

Framlagið þitt 66-faldast

Það er búið að vera einstakt að vinna með þessu frábæra starfsfólki SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu síðustu daga. Þau hafa þrætt mig í gegnum svæði þar sem barnafjölskyldur bjuggu við sárafátækt þangað til þær komust undir hatt Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna. Þetta er fjögurra ára verkefni sem SOS á Íslandi fjármagnar á Tulumoye svæðinu sem er í um þriggja klukkutíma akstursfjarlægð suður af höfuðborginni Addis Ababa.

Á ferð minni um svæðið hef ég tekið viðtöl við sumar af þessum fjölskyldum til að taka með heim til Íslands og vinna úr til að sýna Fjölskylduvinum SOS. Það eru þeir og Utanríkisráðuneytið sem á beinan hátt styrkja þetta verkefni í gegnum SOS Barnaþorpin. Eftirlitsskylda hvílir svo á okkur svo við getum fullvissað styrktaraðila á Íslandi um að verkefnið gangi samkvæmt áætlun. Úttektir okkar og vettvangsheimsókn hafa ánægjulega fullvissað okkur um að verkefnið gengur mjög vel.

Framlagið 66-faldast

Þarna verður eittþúsund króna framlag að 66 þúsund krónum. Það eru útreiknuð langtímaáhrif sem skýrast m.a. af verðlagsmun og því að fjölskyldurnar fara að afla sér tekna og framkvæmdagleði eykst. Allt hefur þetta svo áhrif á nærsamfélagið og innviði þess með fyrrgreindum keðjuáhrifum.

Hjálpin ber árangur

Nú þegar tvö ár eru liðin af verkefnistímanum eru foreldrarnir farnir að geta staðið á eigin fótum, gefið börnunum að borða reglulega og sent þau í skóla. Engum er gefinn peningur, markmiðið er að hjálpa fjölskyldunum upp úr djúpu sporunum svo þær geti orðið sjálfbærar.

Umræddar fjölskyldur búa flestar í c.a. 10 fermetra húsnæði. Fæstar þeirra hafa nokkurn tímann ferðast lengra en 25 km frá heimili sínu. Með öðrum orðum, fólkið kemst ekki nálægt því að þekkja sömu lífsgæði og við höfum á Íslandi. En íbúarnir þarna eru nægjusamir.

Kærar þakkir til SOS-fjölskylduvina á Íslandi.

(Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS, skrifar frá Eþíópíu.)

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...