Fréttayfirlit 12. apríl 2024

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Til félaga í SOS Barnaþorpunum.

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju.

Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar. Kjósa þarf tvo aðalmenn til þriggja ára og einn varamann til eins árs.

Eigi tilnefningarnefnd að geta tekið afstöðu til framboða þurfa þau að berast samtökunum í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund, þ.e. 29. apríl. Tilnefningar og framboð skulu send á netfangið frambod@sos.is ásamt stuttu kynningarbréfi þar sem kemur fram stutt ágrip og ástæður framboðs.

Um réttindi félaga, hlutverk stjórnar, aðalfundastörf og fleira má lesa í samþykktum SOS Barnaþorpanna á Íslandi sem finna má á heimasíðu samtakanna.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa samtakanna í síma 564 2910 og netfanginu sos@sos.is.

Með SOS kveðju
Starfsfólk SOS Barnaþorpanna

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...