Fréttayfirlit 13. desember 2018

Flóttabangsinn kominn í sölu

Flóttabangsinn er verkefni á vegum ungmennaráðs SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Bangsinn er kominn í sölu í vefverslun okkar og á skrifstofu SOS í Hamraborg 1 í Kópavogi.

Bangsinn kostar 3,000 krónur og kemur hann í fallegum kassa með handfangi eins og sjá má á mynd hér að neðan. Allur ágóði af sölu bangsans rennur til styrktar flóttabörnum sem koma til Grikklands. Tilgangurinn er að hjálpa flóttabörnunum að aðlagast nýjum aðstæðum og veita þeim tækifæri á menntun og betra lífi.

Allir bangsar vilja gott heimili og er bangsinn tilvalinn í jólapakkann. Enginn vill vera einn um jólin. 

VEFVERSLUN SOS BARNAÞORPANNA

Bangsi í kassa.jpg

Nýlegar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
12. sep. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Áhersla SOS Barnaþorpanna í framhaldi af hamförunum í Marokkó er á að hlúa að börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra eða orðið viðskila við þá, vernda réttindi þeirra, halda fjölskyldum saman og ...

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta
9. sep. 2023 Almennar fréttir

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðarastoðar í Marokkó vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir föstudagskvöldið 8. september. Íslendingum gefst kostu...