Flóttabangsinn kominn í sölu
Flóttabangsinn er verkefni á vegum ungmennaráðs SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Bangsinn er kominn í sölu í vefverslun okkar og á skrifstofu SOS í Hamraborg 1 í Kópavogi.
Bangsinn kostar 3,000 krónur og kemur hann í fallegum kassa með handfangi eins og sjá má á mynd hér að neðan. Allur ágóði af sölu bangsans rennur til styrktar flóttabörnum sem koma til Grikklands. Tilgangurinn er að hjálpa flóttabörnunum að aðlagast nýjum aðstæðum og veita þeim tækifæri á menntun og betra lífi.
Allir bangsar vilja gott heimili og er bangsinn tilvalinn í jólapakkann. Enginn vill vera einn um jólin.
Nýlegar fréttir

Tímabundin stytting á opnunartíma skrifstofu
Vegna sumarleyfa lokar skrifstofan okkar klukkan 13:00 þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag 28.-30. júní og klukkan 12:00 föstudaginn 1. júlí. Við minnum á tölvupóstfangið sos@sos.is og er öllum erindum...

68.000 börn og ungmenni á framfæri SOS Barnaþorpanna
Börnum og ungmennum á framfæri SOS Barnaþorpanna fjölgaði um 4% á árinu 2021 frá árinu áður og eru nú um 68 þúsund í beinni umsjá samtakanna um allan heim. SOS hjálpaði alls 1,28 milljónum einstakling...