Fjör á uppskeruhátíð Sólblómaleikskóla
Mikið fjör var á uppskeruhátíð Sólblómaleikskóla sem var haldin hátíðleg á síðastliðinn föstudag. Börn frá Sólblómaleikskólum á höfuðborgarsvæðinu fögnuðu afrakstri vetrarins með skrúðgöngu og tónleikum.
Börnin gengu frá Lækjatorgi að Ráðhúsi Reykjavíkur og vöktu athygli á réttindum barna um allan heim. Í Ráðhúsinu hélt svo Pollapönk fjörinu uppi með tónleikum fyrir börnin og starfsmenn Ráðhússins.
Alls um 30 Sólblómaleikskólar á Íslandi styðja SOS barnaþorpin, ýmist með því að styrkja ákveðið barn eða með öðrum leiðum.
Hér að neðan má sjá myndir frá hátíðinni.
Nýlegar fréttir

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi
Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 18. maí. Þetta er fyrsti aðalfundurinn eftir lagabreytingar síðasta árs þess efnis að fulltrúaráð var lagt niður og í stað þess kjó...

18 staðir Gleðipinna og 18 styrktarbörn
Starfsfólk veitinga- og afþreyingarfélagsins Gleðipinna hefur ákveðið að styðja við starf SOS Barnaþorpanna með því að gerast SOS-foreldrar 18 barna í SOS barnaþorpum víðsvegar um heiminn. Það þýðir e...