Fréttayfirlit 4. maí 2016

Fjör á uppskeruhátíð Sólblómaleikskóla

Mikið fjör var á uppskeruhátíð Sólblómaleikskóla sem var haldin hátíðleg á síðastliðinn föstudag. Börn frá Sólblómaleikskólum á höfuðborgarsvæðinu fögnuðu afrakstri vetrarins með skrúðgöngu og tónleikum.

Börnin gengu frá Lækjatorgi að Ráðhúsi Reykjavíkur og vöktu athygli á réttindum barna um allan heim. Í Ráðhúsinu hélt svo Pollapönk fjörinu uppi með tónleikum fyrir börnin og starfsmenn Ráðhússins.

Alls um 30 Sólblómaleikskólar á Íslandi styðja SOS barnaþorpin, ýmist með því að styrkja ákveðið barn eða með öðrum leiðum.

Hér að neðan má sjá myndir frá hátíðinni.

13092118_10153346173137030_7618789317442865323_n.jpg13124777_10153346173277030_288507515299219658_n.jpg13095738_10153346172957030_8767466686665650570_n.jpg13055498_10153346173087030_7059582613001903806_n.jpg13124840_10153346173282030_5590604774032495202_n.jpg

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...