Fjör á uppskeruhátíð Sólblómaleikskóla
Mikið fjör var á uppskeruhátíð Sólblómaleikskóla sem var haldin hátíðleg á síðastliðinn föstudag. Börn frá Sólblómaleikskólum á höfuðborgarsvæðinu fögnuðu afrakstri vetrarins með skrúðgöngu og tónleikum.
Börnin gengu frá Lækjatorgi að Ráðhúsi Reykjavíkur og vöktu athygli á réttindum barna um allan heim. Í Ráðhúsinu hélt svo Pollapönk fjörinu uppi með tónleikum fyrir börnin og starfsmenn Ráðhússins.
Alls um 30 Sólblómaleikskólar á Íslandi styðja SOS barnaþorpin, ýmist með því að styrkja ákveðið barn eða með öðrum leiðum.
Hér að neðan má sjá myndir frá hátíðinni.
Nýlegar fréttir

Börnum forðað frá kynferðisbrotamönnum í Tógó
Undraverður árangur hefur náðst á skömmum tíma í átaki gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó, verkefni sem fjármagnað er af SOS á Íslandi. Verkefnið hófst í mars 2020 og þrátt fyrir hömlur a...

Fjögurra milljóna króna erfðagjöf til SOS
SOS Barnaþorpunum á Íslandi barst á dögunum rausnarleg erfðagjöf frá Svanhildi Jónsdóttur upp á tæpar fjórar milljónir króna. Svanhildur studdi allt sitt líf þá sem þurftu á stuðningi að halda og var ...