Fjör á uppskeruhátíð Sólblómaleikskóla
Mikið fjör var á uppskeruhátíð Sólblómaleikskóla sem var haldin hátíðleg á síðastliðinn föstudag. Börn frá Sólblómaleikskólum á höfuðborgarsvæðinu fögnuðu afrakstri vetrarins með skrúðgöngu og tónleikum.
Börnin gengu frá Lækjatorgi að Ráðhúsi Reykjavíkur og vöktu athygli á réttindum barna um allan heim. Í Ráðhúsinu hélt svo Pollapönk fjörinu uppi með tónleikum fyrir börnin og starfsmenn Ráðhússins.
Alls um 30 Sólblómaleikskólar á Íslandi styðja SOS barnaþorpin, ýmist með því að styrkja ákveðið barn eða með öðrum leiðum.
Hér að neðan má sjá myndir frá hátíðinni.
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...