Fjör á Sólblómahátíð
Mikið fjör var á Sólblómahátíð SOS Barnaþorpanna sem haldin var hátíðleg síðastliðinn föstudag. Börn á Sólblómaleikskólum á höfuðborgarsvæðinu fögnuðu þannig afrakstri vetrarins með skrúðgöngu og tónleikum.
Börnin gengu frá Lækjatorgi að Ráðhúsi Reykjavíkur og vöktu athygli á réttindum barna um allan heim. Eftir að í Ráðhúsið var komið gæddu börnin sér á veitingum og svo tók Poallaönk við og hélt uppi fjörinu.
Alls eru um 30 Sólblómaleikskólar víðs vegar um landið en þar eru leikskólar sem styðja SOS Barnaþorpin, ýmist með því að styrkja ákveðið barn eða með öðrum leiðum.
Nýlegar fréttir

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi
Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 18. maí. Þetta er fyrsti aðalfundurinn eftir lagabreytingar síðasta árs þess efnis að fulltrúaráð var lagt niður og í stað þess kjó...

18 staðir Gleðipinna og 18 styrktarbörn
Starfsfólk veitinga- og afþreyingarfélagsins Gleðipinna hefur ákveðið að styðja við starf SOS Barnaþorpanna með því að gerast SOS-foreldrar 18 barna í SOS barnaþorpum víðsvegar um heiminn. Það þýðir e...