Fréttayfirlit 12. maí 2017

Fjölskylduefling í Venesúela og Eþíópíu

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa undanfarin fjögur ár fjármagnað fjölskyldueflingu í Bissá, höfuðborg Gíneu-Bissá þar sem fátækar barnafjölskyldur fá aðstoð til sjálfshjálpar.  Nú er verkefninu lokið með góðum árangri.

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa nú þegar ákveðið að styrkja nýtt fjölskyldueflingarverkefni í Tullu Moye í Eþíópíu og er undirbúningur fyrir það hafinn. En þar sem verkefninu í Bissá lauk í lok mars og verkefnið Tullu Moye hefst ekki fyrr en í janúar 2018 hafa SOS Barnaþorpin á Íslandi ákveðið að styrkja önnur fjölskyldueflingarverkefni samtakanna á meðan, í Venesúela og Eþíópíu.

Í Venesúela er SOS með fjölskyldueflingu á fjórum stöðum en í heildina eru það yfir 900 fjölskyldur sem fá aðstoð í verkefninu. Markmið Fjölskyldueflingarinnar er að forða börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína og styðja fjölskylduna til fjárhagslegs sjálfstæðis. Fjölskyldurnar fá aðstoð í formi menntunar, heilsugæslu, ráðgjafar, barnagæslu og annarra þátta sem hjálpa þeim að yfirstíga erfiðleika og lifa betra lífi sem fjölskylda. SOS á Íslandi mun styrkja verkefnin í Venesúela um tíu milljónir.

Þá mun SOS á Íslandi einnig styrkja tvö fjölskyldueflingarverkefni í Bahir Dar í Eþíópíu um 2,7 milljónir. Um er að ræða önnur verkefni en það sem sett verður á laggirnar í haust í Tulu Moye. Alls fá um 2300 fjölskyldur aðstoð frá Fjölskyldueflingu SOS í Bahir Dar og mun því fjármagnið frá Íslandi koma sér vel.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...