Fréttayfirlit 6. nóvember 2023

SOS Barnaþorpin leita að fjáröflunarstjóra

SOS Barnaþorpin leita að fjáröflunarstjóra

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi vilja sjá fleiri for­eldra­laus­um börn­um fyrir fjöl­skyldu og góðri æsku. Við óskum því eftir drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmálum til að móta og efla fjár­öfl­un SOS hér á landi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipulag og utanumhald fjáröflunar samtakanna og aðkoma að markaðsmálum
  • Þró­un styrkt­ar­leiða
  • Samskipti og samstarf við styrktaraðila og aðra velunnara
  • Fjár­öfl­un­ar­við­burð­ir og virk þátttaka í herferðum á vegum samtakanna
  • Erlend samskipti við höfuðstöðvar og systursamtök
  • Önn­ur verk­efni tengd fjár­öfl­un og markaðsmálum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Há­skóla­mennt­un sem nýt­ist í starfi eða þeim mun meiri reynsla af fjár­öfl­un
  • Góð þekk­ing á fjár­öfl­un, fjár­mögn­un og/eða sölu- og mark­aðs­mál­um
  • Góð al­menn tölvu­þekk­ing
  • Sveigjanleiki, heil­indi og sjálf­stæð vinnu­brögð
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar, þjónustulund og lausnamiðað viðhorf
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
SOS Barna­þorp­in hafa beina um­sjá með um 70.000 börn­um og ung­menn­um í barnaþorpum og annarri umönnun all­an sól­ar­hring­inn. SOS Barna­þorp­in hafa beina um­sjá með um 70.000 börn­um og ung­menn­um í barnaþorpum og annarri umönnun all­an sól­ar­hring­inn.

Um SOS Barnaþorpin

SOS Barnaþorpin eru alþjóðleg hjálparsamtök sem hafa séð mun­að­ar­laus­um og yf­ir­gefn­um börn­um um all­an heim fyr­ir fjöl­skyldu og heim­ili síð­an 1949. SOS Barna­þorp­in hafa beina um­sjá með um 70.000 börn­um og ung­menn­um í barnaþorpum og annarri umönnun all­an sól­ar­hring­inn. Auk þess sinna sam­tök­in forvarnarstarfi sem gengur út á að aðstoða barnafjölskyldur í sárafátækt til að standa á eigin fótum og nær það starf til yfir hálfrar milljónar barna, ungmenna og foreldra þeirra í yfir 100 löndum. Þá eru óupptalin þróunarverkefni og mannúðaraðstoð, allt í þágu barna.

Hlut­verk sam­tak­anna á Ís­landi er fyrst og fremst að sinna fjár­öfl­un fyr­ir verk­efni syst­ur­sam­taka sinna í yfir 100 lönd­um og sinna upp­lýs­inga­gjöf til styrktarað­ila. SOS Barna­þorp­in á Ís­landi eru vinnu­stað­ur þar sem rík­ir heil­brigð menn­ing, gagn­kvæm virð­ing og góð­ur andi. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu þar sem viðkomandi fær tækifæri til að þróa og móta starfið. Um 37 stunda vinnuviku er að ræða auk sveigjanleika í starfi þar sem tækifæri eru til símenntunar.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2023. Umsókn óskast fyllt út á heimasíðu Intellecta og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veita Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 5111225 og Ragnar Schram (ragnar@sos.is), framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa, í síma 5642910.

Nýlegar fréttir

SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu
13. sep. 2024 Almennar fréttir

SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu

Allt SOS samfélagið á Gaza er stanslaust í viðbragðsstöðu komi til rýmingar á tjaldbúðum SOS þar sem á annað hundrað manns halda til.

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.