Fréttayfirlit 16. október 2019

Fjármála- og fjáröflunarstjóri óskast

SOS Barnaþorpin vilja ráða til sín fjármála- og fjáröflunarstjóra í fullt starf sem gegnir lykilhlutverki á skrifstofu samtakanna, er ekkert í rekstrinum óviðkomandi og situr í framkvæmdastjórn félagsins. Verkefnin eru m.a. dagleg umsjón með fjármálum, ábyrgð á uppgjöri, gerð áætlana, fjáröflun og markaðsmál.

Helstu verkefni:

 • Ábyrgð á fjárreiðum félagsins og sjóðum þess.
 • Skipulag og utanumhald fjáröflunar félagsins og aðkoma að markaðsmálum.SOS Barnaþorpin á Íslandi eru lítill vinnustaður (sjá neðar) þar sem allir hjálpast að við að sinna þeim verkefnum sem við berum ábyrgð á. Fjármála- og fjáröflunarstjóri sér t.d. um að skipuleggja fjáraflanir og leita leiða til að ná sem mestum árangri fyrir málstaðinn. Eru þessi störf unnin í samvinnu við framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn.
 • Tryggja gegnsæi fjárhagsupplýsinga, umsjá bókhalds og launa og samskipti við endurskoðendur félagsins. – SOS Barnaþorpin leggja mikla áherslu á fagleg vinnubrögð, gegnsæi og heilindi. Ekkert annað kemur til greina. Á það við um samskipti okkar við höfuðstöðvar, systursamtök, íslensk stjórnvöld, styrktaraðila og almenning.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni ásamt upplýsingagjöf um fjármál félagsins og verkefni.Leggja þarf fram reglulega áætlanir, bæði fyrir stjórn og höfuðstöðvar, sem svo þarf að fylgja eftir. Fjármálastjórinn og Excel þurfa að vera góðir vinir.
 • Erlend samskipti við höfuðstöðvar og systursamtök félagsins.Mest eru samskiptin við fjármála- og fjáröflunarsvið samtakanna í Austurríki og nokkur samstarfslönd sem við erum með stærri verkefni í. Viðkomandi þarf á hverju ári að vera tilbúin/n að taka þátt í fundum erlendis.
 • Samskipti við styrktaraðila og aðra velunnara.Hér erum við t.d. að tala um fundi þar sem fjármál og önnur málefni samtakanna eru til umfjöllunar, sem og almennar fyrirspurnir og aðstoð við styrktaraðila.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Góð reynsla af fjármálastjórnun og reikningshaldi.
 • Góð þekking á bókhalds- og upplýsingakerfum. – Öll starfsemi okkar er háð góðum tölvukerfum og þekkingu starfsfólks á þeim. Fjármála- og fjáröflunarstjóri þarf ekki aðeins að hafa góða þekkingu á bókhaldskerfi heldur einnig á því hvernig kerfin okkar vinna, halda utan um upplýsingar og gera okkur kleift að þjónusta styrktaraðila og ná til nýrra.
 • Þekking á fjáröflunaraðferðum og markaðsmálum.Fjáröflun hefur breyst mikið á undanförnum árum og þarf fjármála- og fjáröflunarstjóri að hafa góða þekkingu á því sviði og þyrsta í enn meiri þekkingu. Þá er fjáröflun beintengd markaðsmálum og því er þekking á þeim mikill kostur.
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta.Í starfinu felast mikil samskipti á ensku. Þau fara aðallega fram með tölvupóstum, fjarfundum og símtölum. Þá þarf viðkomandi að geta sent frá sér vel smíðaða texta á íslensku og geta staðið fyrir framan hóp af fólki og kynnt fjármál félagsins og starfsemi.
 • Heilindi, sjálfstæð og öguð vinnubrögð, frumkvæði, færni í mannlegum samskiptum, drifkraftur, metnaður og hugmyndaauðgi.Við erum sem sagt að leita að nánast fullkomnum fag- og samstarfsaðila J sem vinnur vel bæði einn og í hópi, er heiðarlegur, vinnusamur og ekki bara með góða nærveru heldur kemur vel fram við fólk, er hjálpfús og kurteis, kemur með frábærar hugmyndir og setur sjálfum sér háleit markmið – sem hann nær.

Nánari upplýsingar hjá framkvæmdastjóra Ragnari Schram í síma 564 2910.

Umsóknir sendist á netfangið umsokn@sos.is í síðasta lagi 3. nóvember.

SOSmoeder-Barbara_tweeling (14)_JPG.jpgUm SOS

SOS Barnaþorpin eru alþjóðleg hjálparsamtök sem hafa séð munaðarlausum og yfirgefnum börnum um allan heim fyrir fjölskyldu og heimili síðan 1949. Auk þess hjálpa samtökin fátækum barnafjölskyldum til sjálfshjálpar, sinna neyðaraðstoð o.fl.

Á skrifstofu samtakanna á Íslandi, sem staðsett er í Hamraborg í Kópavogi, starfa 7 manns í um 5 stöðugildum. Skrifstofan er í opnu rými. Hlutverk samtakanna á Íslandi er f.o.f. að sinna fjáröflun fyrir verkefni systursamtaka sinna í yfir 100 löndum og sinna upplýsingagjöf til styrktaraðila.

Síðast en ekki síst

SOS Barnaþorpin á Íslandi eru vinnustaður þar sem ríkir heilbrigð menning, gagnkvæm virðing og góður andi. Ekkert annað kemur til greina. Því er mjög mikilvægt að sá/sú sem sækir um starfið sé til í að leggja sitt af mörkum til að svo megi áfram vera og hugsi meira um hag heildarinnar en eigin hag.

Nýlegar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS
16. maí 2023 Almennar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS

Sorgarmiðstöð hlaut í gær fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, ...

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
12. maí 2023 Almennar fréttir

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð

Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnu­staða­könn­un V.R. og hljóta þar með titilinn Fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki í flokki lít­illa fyr­ir­tækja.