Fréttayfirlit 14. október 2021

Fékkstu símtal frá SOS?

Fékkstu símtal frá SOS?

Um 66 þúsund börn og ungmenni víða um heim treysta alfarið á SOS Barnaþorpin hvað varðar vernd, framfærslu og umhyggju. Þessa dagana erum við að hringja í fólk og óska eftir stuðningi við þessa starfsemi okkar. Fólki býðst að gefa stakt framlag og birtist þá krafa í heimabanka viðkomandi í nafni SOS Barnaþorpanna.

Auður og Davíð, starfsfólk SOS Barnaþorpanna, hringja úr eftirfarandi símanúmerum:

5642910
&
4970013

Hafir þú hins vegar fengið símtal „frá okkur" sem þér fannst grunsamlegt og ekki í anda þess sem hér greinir, biðjum við þig vinsamlegast um að hafa samband við okkur í sos@sos.is.

SOS Barnaþorpin hjálpa munaðarlausum og yfirgefnum börnum. Starfsemi samtakanna hér á landi felst í því að afla stuðnings við þá starfsemi í fjölmörgum löndum.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn við munaðar- og umkomulaus börn.

Stakt framlag

Gefa stakt framlag

Stakt framlag

Þú getur styrkt starf SOS Barnaþorpanna með frjálsum, stökum framlögum þegar þér hentar. Þannig tekur þú þátt í að skapa þann fjárhagslega grunn sem gerir samtökunum kleift að byggja ný barnaþorp, sinna uppbyggingu og halda úti umbótaverkefnum um heim allan. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna fjölmörg verkefni víða um heim með frjálsum framlögum - allt í þágu barna!

Styrkja