Fréttayfirlit 19. október 2015

Fékkst þú bréf í sumar?

Styrktarforeldrar fá bréf tvisvar á ári frá barnaþorpinu sem barn þeirra býr í. Fyrra bréfið er yfirleitt sent út á tímabilinu júní-september. Í bréfinu eru upplýsingar um barnið ásamt almennum upplýsingum um barnaþorpið.

Síðla árs fá styrktarforeldrar svo jólakveðju frá barnaþorpinu ásamt fréttum af því helsta sem gerðist í þorpinu það árið. Í flestum tilvikum fylgir kveðjunni ný mynd af barninu hafi hún ekki borist fyrr á árinu. Bréfið er yfirleitt sent út á tímabilinu nóvember-febrúar.

Nú ættu allir styrktarforeldrar að vera búnir að fá sumarbréfið í hendurnar. Ef það hefur ekki skilað sér, vinsamlegast hafið samband við SOS Barnaþorpin á sos@sos.is.

Nýlegar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...