Erfitt ástand í Suður-Súdan
SOS Barnaþorpin hafa brugðist við versnandi ástandi í Suður-Súdan meðal annars með neyðaraðstoð til fjölskyldna og opnun á barnvænu svæði í höfuðborg landsins, Juba.
Barnvæna svæðið í Juba gefur 120 börnum tækifæri á að leika sér, læra, fá áfallahjálp og hitta önnur börn. Þá eru SOS einnig að aðstoða 140 börn við að ganga í skóla, meðal annars með því að borga skólagjöld. Þá veita samtökin almenna neyðaraðstoð og reka heilsugæslustöðvar fyrir vannærð börn.
„Ástandið í Suður-Súdan er að versna. Matarverð er að hækka og þurrkarnir eru slæmir. Vannæring barna verður sífellt stærra vandamál,“ segir Alberto Fait, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Suður-Súdan.
Neyðarverkefni SOS í landinu hefur nú verið í gangi undanfarið ár og mun halda áfram á meðan þörf er á. Samtökin munu þó einnig bæta við Fjölskyldueflingarverkefni í Juba en 120 barnafjölskyldur fá þar hjálp til sjálfshjálpar. Þá verða settir upp nokkrir vatnsbrunnar sem tryggja yfir tíu þúsund manns hreint drykkjarvatn.
Suður-Súdan hefur átt í miklum erfiðleikum vegna þurrkanna sem hafa herjað á Austur-Afríku. Mataróöryggi er mikið og vannæring verða sífellt stærra vandamál. Talið er að tólf milljón manna hafi flúið landið vegna ástandsins.
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...