Fréttayfirlit 24. maí 2017

Erfitt ástand í Suður-Súdan

SOS Barnaþorpin hafa brugðist við versnandi ástandi í Suður-Súdan meðal annars með neyðaraðstoð til fjölskyldna og opnun á barnvænu svæði í höfuðborg landsins, Juba.

Barnvæna svæðið í Juba gefur 120 börnum tækifæri á að leika sér, læra, fá áfallahjálp og hitta önnur börn. Þá eru SOS einnig að aðstoða 140 börn við að ganga í skóla, meðal annars með því að borga skólagjöld. Þá veita samtökin almenna neyðaraðstoð og reka heilsugæslustöðvar fyrir vannærð börn.

„Ástandið í Suður-Súdan er að versna. Matarverð er að hækka og þurrkarnir eru slæmir. Vannæring barna verður sífellt stærra vandamál,“ segir Alberto Fait, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Suður-Súdan.

Neyðarverkefni SOS í landinu hefur nú verið í gangi undanfarið ár og mun halda áfram á meðan þörf er á. Samtökin munu þó einnig bæta við Fjölskyldueflingarverkefni í Juba en 120 barnafjölskyldur fá þar hjálp til sjálfshjálpar. Þá verða settir upp nokkrir vatnsbrunnar sem tryggja yfir tíu þúsund manns hreint drykkjarvatn.

Suður-Súdan hefur átt í miklum erfiðleikum vegna þurrkanna sem hafa herjað á Austur-Afríku. Mataróöryggi er mikið og vannæring verða sífellt stærra vandamál. Talið er að tólf milljón manna hafi flúið landið vegna ástandsins.

Nýlegar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS
16. maí 2023 Almennar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS

Sorgarmiðstöð hlaut í gær fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, ...

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
12. maí 2023 Almennar fréttir

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð

Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnu­staða­könn­un V.R. og hljóta þar með titilinn Fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki í flokki lít­illa fyr­ir­tækja.