Endurbætur á barnaþorpi á Haítí
Rúmlega fimm ár eru liðin frá jarðskjálftanum mikla á Haítí en yfir 220 þúsund manns létust í hamförunum. SOS Barnaþorpin hófu neyðaraðstoð í kjölfarið en samtökin hafa starfað á Haítí frá árinu 1979 og hafa því mikla reynslu af hjálparstarfi á staðnum.
SOS Barnaþorpið í Santo tók við 400 börnum sem misst höfðu ættingja sína eða orðið viðskila við þá í hamförunum. SOS reyndu að hafa uppi á ættingjum barnanna en því miður var það ekki alltaf mögulegt og því fékk fjöldi barna varanlegt heimili í SOS Barnaþorpum.
Barnaþorpið í Santo lét verulega á sjá vegna álags eftir að börnum í þorpinu fjölgaði svo skyndilega. Því var ákveðið að ráðast í endurbætur á þorpinu sem hófust í september 2014 og standa enn yfir. Utanríkisráðuneyti Íslands kom meðal annars að fjármögnun verkefnisins með 11,9 milljóna króna framlagi og ung söngkona á Hellu, Írena Víglundsdóttir, hélt tónleika sem skiluðu tæpri hálfri milljón til verkefnisins.
Hér að neðan má sjá myndir af þeim húsum og heimilum í þorpinu sem hafa nú þegar verið endurbætt.
Nýlegar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...

Fékkstu símtal frá SOS?
Nú eru SOS Barnaþorpin á Íslandi að hringja í fólk og óska eftir stuðningi við neyðaraðgerðir samtakanna á Gaza í Palestínu.