Endurbætt barnaþorp á Haítí
Þegar stór jarðskjálfti reið yfir Haítí árið 2010 varð álagið á SOS Barnaþorpin mikið. Mörg börn misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum. Barnaþorpið í Santo lét verulega á sjá eftir að börnum í þorpinu fjölgaði svo skyndilega. Því var ákveðið að ráðast í endurbætur á þorpinu fyrir nokkrum árum og tók SOS á Íslandi þátt í því ásamt Utanríkisráðuneyti Íslands.
Töluvert er síðan framkvæmdir kláruðust en myndir hafa ekki verið aðgengilegar fyrr en nú. Hér má sjá myndir af þorpinu eftir endurbætur.
Nýlegar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
Áhersla SOS Barnaþorpanna í framhaldi af hamförunum í Marokkó er á að hlúa að börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra eða orðið viðskila við þá, vernda réttindi þeirra, halda fjölskyldum saman og ...

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðarastoðar í Marokkó vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir föstudagskvöldið 8. september. Íslendingum gefst kostu...