Fréttayfirlit 27. október 2017

Efling fjölskyldna í Perú

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að taka þátt í fjármögnun á Fjölskyldueflingarverkefni SOS í Perú. Verkefnið er starfrækt í höfuðborg landsins, Líma og fá yfir 600 börn og fjölskyldur þeirra einhverskonar aðstoð frá samtökunum. Fjölskylduefling er verkefni sem aðstoðar fátækar foreldra við að sinna börnum sínum.

Helstu þættir Fjölskyldueflingar í Líma eru meðal annars:

-menntun barna

-mataraðstoð

-aðgangur að heilsugæslu og tannlækningum

-fræðsla og menntun fyrir foreldra en þetta er afar stór þáttur í verkefninu. Foreldrum býðst meðal annars að sækja vinnustofur um hollt mataræði, heimilisofbeldi, gott uppeldi, sjálfstraust og margt fleira. Á meðan foreldrar sækja vinnustofurnar geta börn þeirra verið í dagvistun SOS.

Frá og með 1. janúar næstkomandi munu framlög íslenskra Fjölskylduvina fara annars vegar í þetta verkefni og hins vegar í Fjölskyldueflingarverkefni í Eþíópíu. Hægt er að gerast Fjölskylduvinur hér.

Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
29. nóv. 2023 Almennar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
21. nóv. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...