DHL og SOS saman í sjö ár
Árið 2011 gerðu hraðsendingarfyrirtækið DHL og SOS Barnaþorpin með sér samning um starfsmenntun ungmenna. Samstarfið hefur gengið vel og skilað góðum árangri.
DHL hefur í samstarfi við SOS Barnaþorpin tekið að sér að þjálfa upp ungt fólk til að auka líkurnar á því að það fái vinnu og geti aflað sér tekna. Samstarfið hefur náð til 29 landa og haft mjög svo jákvæð áhrif á mikinn fjölda ungs fólks.
Í fyrra nutu 4.146 ungmenni góðs af samstarfinu og að því komu einnig 1.377 sjálfboðaliðar.
Ráðgert er að útvíkka enn frekar þetta samstarf þannig að það nái til 16 nýrra landa á árinu þannig að fjöldi landa nái 45.
Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu DHL í Þýskalandi.
Nýlegar fréttir

Ekkert mannfall eða skemmdir hjá SOS í Sýrlandi
Staðfest hefur verið að öll börn, fjölskyldur og starfsfólk á vegum SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi eru heil á húfi eftir mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrkland...

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.