Fréttayfirlit 27. apríl 2018

DHL og SOS saman í sjö ár

Árið 2011 gerðu hraðsendingarfyrirtækið DHL og SOS Barnaþorpin með sér samning um starfsmenntun ungmenna. Samstarfið hefur gengið vel og skilað góðum árangri.

DHL hefur í samstarfi við SOS Barnaþorpin tekið að sér að  þjálfa upp ungt fólk til að auka líkurnar á því að það fái vinnu og geti aflað sér tekna. Samstarfið hefur náð til 29 landa og haft mjög svo jákvæð áhrif á mikinn fjölda ungs fólks.

Í fyrra nutu 4.146 ungmenni góðs af samstarfinu og að því komu einnig 1.377 sjálfboðaliðar.

Ráðgert er að útvíkka enn frekar þetta samstarf þannig að það nái til 16 nýrra landa á árinu þannig að fjöldi landa nái 45.

Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu DHL í Þýskalandi.

Nýlegar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
12. sep. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Áhersla SOS Barnaþorpanna í framhaldi af hamförunum í Marokkó er á að hlúa að börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra eða orðið viðskila við þá, vernda réttindi þeirra, halda fjölskyldum saman og ...

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta
9. sep. 2023 Almennar fréttir

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðarastoðar í Marokkó vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir föstudagskvöldið 8. september. Íslendingum gefst kostu...