DHL og SOS saman í sjö ár
Árið 2011 gerðu hraðsendingarfyrirtækið DHL og SOS Barnaþorpin með sér samning um starfsmenntun ungmenna. Samstarfið hefur gengið vel og skilað góðum árangri.
DHL hefur í samstarfi við SOS Barnaþorpin tekið að sér að þjálfa upp ungt fólk til að auka líkurnar á því að það fái vinnu og geti aflað sér tekna. Samstarfið hefur náð til 29 landa og haft mjög svo jákvæð áhrif á mikinn fjölda ungs fólks.
Í fyrra nutu 4.146 ungmenni góðs af samstarfinu og að því komu einnig 1.377 sjálfboðaliðar.
Ráðgert er að útvíkka enn frekar þetta samstarf þannig að það nái til 16 nýrra landa á árinu þannig að fjöldi landa nái 45.
Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu DHL í Þýskalandi.
Nýlegar fréttir

Héldum að við yrðum drepin
Í apríl sögðum við frá rýmingu barnaþorps í höfuðborg Súdan vegna blóðugra átaka í nágrenni þess. Í kjölfarið var þorpið svo hertekið af vopnuðum sveitum og haldar þær enn til í barnaþorpinu.

Umbætur hjá SOS í kjölfar rannsóknarskýrslu
Árið 2021 greindum við frá því að niðurstöður tveggja óháðra rannsókna hafi leitt í ljós ýmsa misbresti í stjórnun SOS Barnaþorpanna á alþjóðavísu og í einstaka löndum. SOS Barnaþorpin á Íslandi áttu ...