Fréttayfirlit 27. mars 2018

Bugsy Malone til styrktar SOS

Nemendur 7. bekkjar stóðu nýverið fyrir Menningarvöku í skólanum. Nemendur réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur settu á svið söngleik byggðan á ,,Bugsy Malone“. Aðgangseyrir var 1.000 krónur sem rann til Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna.

Við þökkum nemendum, kennurum og öðrum sem komu að þessum viðburði hjartanlega fyrir stuðninginn.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Þorsteinn Arnórsson fjármálastjóri SOS Barnaþorpanna tók við styrknum, alls 132.000 krónum, að lokinni aukasýningu fyrir nemendur skólans.

Nýlegar fréttir

SOS barnaþorpið á Gaza rústir einar
22. jan. 2025 Almennar fréttir

SOS barnaþorpið á Gaza rústir einar

SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza hefur hefur verið jafnað við jörðu og er rústir einar. Öll hús eru gereyðilögð og ljóst er að langur tími um  Þetta kom í ljós á mánudag, 20. janúar, þegar starfsfólk SO...

SOS í Úkraínu: „Það er í lagi með okkur“
15. jan. 2025 Almennar fréttir

SOS í Úkraínu: „Það er í lagi með okkur“

SOS Barnaþorpin í Úkraínu hafa hjálpað alls 426 þúsund manns í neyðaraðgerðum sínum eftir innrás Rússa fyrir nærri þremur árum. Aðgerðir SOS í þágu úkraínskra barna og fjölskyldna þeirra eru fjármagna...