Bugsy Malone til styrktar SOS
Nemendur 7. bekkjar stóðu nýverið fyrir Menningarvöku í skólanum. Nemendur réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur settu á svið söngleik byggðan á ,,Bugsy Malone“. Aðgangseyrir var 1.000 krónur sem rann til Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna.
Við þökkum nemendum, kennurum og öðrum sem komu að þessum viðburði hjartanlega fyrir stuðninginn.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Þorsteinn Arnórsson fjármálastjóri SOS Barnaþorpanna tók við styrknum, alls 132.000 krónum, að lokinni aukasýningu fyrir nemendur skólans.
Nýlegar fréttir
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.
Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...