Fréttayfirlit 9. maí 2023

Breytingar á stjórn SOS Barnaþorpanna

Breytingar á stjórn SOS Barnaþorpanna

Breyting varð á stjórn SOS Barnaþorpanna á Íslandi á aðalfundi samtakanna sem haldinn var mánudaginn 8. maí. Þorsteinn Arnórsson, sem var fjármálastjóri samtakanna árin 2015 til 2020, var kjörinn í stjórn og tekur hann sæti Ingibjargar Elísabetar Garðarsdóttur sem verið hefur varamaður í stjórn frá 2017. SOS Barnaþorpin þakka henni fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna. Ólafur Örn Ingólfsson var endurkjörinn í stjórn.

Sú lagabreyting tók gildi að í stað þriggja manna stjórn­ar og tveggja vara­manna er stjórn samtakanna nú skip­uð fimm stjórn­ar­mönn­um en eng­um vara­mönn­um.

Stjórn SOS er því þannig skipuð:

María F. Rúriksdóttir (til 2024)
Hildur Hörn Daðadóttir (til 2024)
Kristján Þ. Davíðsson (formaður) - (til 2025)
Ólafur Örn Ingólfsson (til 2026)
Þorsteinn Arnórsson (til 2026)

Alls mættu 20 manns á aðalfundinn að þessu sinni og þar af höfðu 13 þeirra atkvæðisrétt. Þetta er annað árið í röð sem aðalfundur SOS er haldinn eftir lagabreytingu þess efnis að fulltrúaráð var lagt niður og aukið vald fært til styrktaraðila. Þannig hafa allir skráðir félagar rétt til fundarsetu en þeir eru alls um 150 talsins.

Ný stjórn SOS, frá vinstri, Hildur Hörn, María, Ólafur Örn, Þorsteinn og Kristján. Ný stjórn SOS, frá vinstri, Hildur Hörn, María, Ólafur Örn, Þorsteinn og Kristján.

Heildarframlög styrktaraðila 711,5 milljónir

Ársreikningur 2022 var samþykktur en í honum kemur m.a. fram að framlög einstaklinga og fyrirtækja námu 616,6 milljónum kr. á árinu. Opinber framlög hækkuðu milli ára og námu 94,8 milljónum kr., samanborið við 40 milljónir kr. árið 2021. Þannig námu heildarframlög styrktaraðila 711,5 milljónum kr. á árinu 2022 og hækkuðu þau um 88,7 milljónir kr. milli ára.

Af heildartekjum ársins var hlutfall skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar 19,1% sem er fyrir neðan viðmið samtakanna um 20% þak á rekstrarkostnaði. Þess ber þó að geta að inni í þeirri tölu er launakostnaður vegna beinnar umsýslu starfsfólks hér á landi við erlend- og innlend verkefni. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir launakostnaði erlendra- og innlendra verkefna nemur kostnaðarhlutfallið 17,4%. Þetta þýðir að á árinu 2022 runnu 826 krónur af hverju eitt þúsund króna framlagi í sjálft hjálparstarfið.

Á árinu 2022 styrktu 21.874 einstaklingar og 717 fyrirtæki SOS Barnaþorpin á Íslandi, ýmist með mánaðarlegum framlögum, stökum eða bæði, og fjölgaði styrktaraðilum um 372 frá fyrra ári.

Þessar upplýsingar og fleiri má sjá í ársskýrslunni sem aðgengileg er undir flokknum „fjármál“ hér á heimasíðunni, rétt eins og ársreikningurinn og ársreikingar og ársskýrslur fyrri ára.

Nýlegar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
29. sep. 2024 Almennar fréttir

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi

Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.