Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS

Ljóðabókin Bragarblóm eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin inniheldur 75 limrur og kom út á 75 ára afmælisdegi Ragnars. Bókin er gjöf frá Ragnari til samtakanna og rennur allt söluandvirði hennar, kr. 2.500, óskert til SOS Barnaþorpanna.
Ragnar Ingi hefur verið velgjörðamamaður SOS Barnaþorpanna til fjölda ára. Hann hefur prófarkalesið fréttablað SOS í sjálfboðavinnu í 13 ár og m.a. staðið fyrir hagyrðingakvöldi til styrktar SOS.
Ragnar Ingi hefur lengst af starfað sem kennari og var aðjunkt við Kennaraháskóla Íslands/Menntavísindasvið H.Í. Hann hefur meðfram kennslu fengist við ritstörf, einkum ljóða- og námsefnisgerð. Hann hefur einnig ritað fjölmargar fræðigreinar, einkum um bragfræði.

Nýlegar fréttir

Ekkert mannfall eða skemmdir hjá SOS í Sýrlandi
Staðfest hefur verið að öll börn, fjölskyldur og starfsfólk á vegum SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi eru heil á húfi eftir mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrkland...

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.