Börnin í Arnarsmára söfnuðu fyrir SOS Barnaþorpin
Þessi duglegu börn í leikskólanum Arnarsmára í Kópavogi heimsóttu skrifstofu SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í vikunni og afhentu pening sem þau höfðu safnað í Sólblómabaukinn sinn. Arnarsmári er einn af Sólblómaleikskólum SOS Barnaþorpanna á Íslandi sem á ýmsa vegu safna framlögum í þágu umkomulausra barna.
Samtals söfnuðu börnin 16,050 krónum og verður peningnum varið í Fjölskyldueflingarverkefni í Perú. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna nefnilega tvo slík verkefni, í Perú og Eþíópíu.
Myndskeið frá heimsókninni má sjá á Facebook síðunni okkar
Nýlegar fréttir
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.
Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...