Börnin í Arnarsmára afhentu árlegt framlag

Við erum eitt stórt bros hérna á skrifstofunni eftir afskaplega gleðilega heimsókn sem við fengum í morgun. Leikskólinn Arnarsmári í Kópavogi er einn af Sólblómaleikskólum SOS Barnaþorpanna.
Börnin í þessum leikskólum láta sig varða hag munaðarlausra barna í öðrum löndum og fræðast um aðstæður þeirra. Þau útbúa á hverju ári Sólblómabauk sem þau safna pening í fyrir börnin sem SOS Barnaþorpin hjálpa.
Sólblómaleikskólabörnin koma svo árlega til okkar með afrakstur söfnunarinnar og í morgun afhentu þau okkur hvorki meira né minna en 18.351 krónur sem safnast höfðu í eitt ár.
Þessi fjárhæð verður nýtt í að hjálpa barnafölskyldum í Fjölskyldueflingu SOS í Eþíópíu svo börnin í þeim geti verið áfram hjá kynforeldrum sínum.
Við þökkum börnunum í Arnarsmára kærlega fyrir þetta óeigingjarna framlag.
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...