Fréttayfirlit 2. júlí 2020

Börnin í Arnarsmára afhentu árlegt framlag

Börnin í Arnarsmára afhentu árlegt framlag

Við erum eitt stórt bros hérna á skrifstofunni eftir afskaplega gleðilega heimsókn sem við fengum í morgun. Leikskólinn Arnarsmári í Kópavogi er einn af Sólblómaleikskólum SOS Barnaþorpanna.

Börnin í þessum leikskólum láta sig varða hag munaðarlausra barna í öðrum löndum og fræðast um aðstæður þeirra. Þau útbúa á hverju ári Sólblómabauk sem þau safna pening í fyrir börnin sem SOS Barnaþorpin hjálpa.

Sólblómaleikskólabörnin koma svo árlega til okkar með afrakstur söfnunarinnar og í morgun afhentu þau okkur hvorki meira né minna en 18.351 krónur sem safnast höfðu í eitt ár.

Þessi fjárhæð verður nýtt í að hjálpa barnafölskyldum í Fjölskyldueflingu SOS í Eþíópíu svo börnin í þeim geti verið áfram hjá kynforeldrum sínum.

Við þökkum börnunum í Arnarsmára kærlega fyrir þetta óeigingjarna framlag.

Nýlegar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...

Fékkstu símtal frá SOS?
27. feb. 2025 Almennar fréttir

Fékkstu símtal frá SOS?

Nú eru SOS Barnaþorpin á Íslandi að hringja í fólk og óska eftir stuðningi við neyðaraðgerðir samtakanna á Gaza í Palestínu.