Fréttayfirlit 2. júlí 2020

Börnin í Arnarsmára afhentu árlegt framlag

Börnin í Arnarsmára afhentu árlegt framlag

Við erum eitt stórt bros hérna á skrifstofunni eftir afskaplega gleðilega heimsókn sem við fengum í morgun. Leikskólinn Arnarsmári í Kópavogi er einn af Sólblómaleikskólum SOS Barnaþorpanna.

Börnin í þessum leikskólum láta sig varða hag munaðarlausra barna í öðrum löndum og fræðast um aðstæður þeirra. Þau útbúa á hverju ári Sólblómabauk sem þau safna pening í fyrir börnin sem SOS Barnaþorpin hjálpa.

Sólblómaleikskólabörnin koma svo árlega til okkar með afrakstur söfnunarinnar og í morgun afhentu þau okkur hvorki meira né minna en 18.351 krónur sem safnast höfðu í eitt ár.

Þessi fjárhæð verður nýtt í að hjálpa barnafölskyldum í Fjölskyldueflingu SOS í Eþíópíu svo börnin í þeim geti verið áfram hjá kynforeldrum sínum.

Við þökkum börnunum í Arnarsmára kærlega fyrir þetta óeigingjarna framlag.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...