Fréttayfirlit 17. febrúar 2017

Barnaþorp í Mósambík varð fyrir skemmdum

Hvirfilbylurinn Dineo reið yfir suðurströnd Afríku í vikunni með þeim afleiðingum að SOS Barnaþorpið í Inhamane í Mósambík varð fyrir skemmdum. Öll börn sluppu ómeidd ásamt starfsfólki.

Vegna þessa þurfa börnin í þorpinu að flytja tímabundið í SOS Barnaþorpið í Maputo, á meðan viðgerð stendur yfir í Inhamane. Í Maputo verður sett upp tímabundið húsnæði fyrir börnin og SOS mæður.

Alls búa 124 börn í SOS Barnaþorpinu í Inhamane ásamt 24 ungmennum sem búa í nágrenni þorpsins.

Forstöðumaður þorpsins. Simao Chatepa, segir börnin vera skelkuð en annars sé ástandið ágætt. Hann hafi þó áhyggjur af fimm starfsmönnum þorpsins sem ekki hefur náðst í síðan hvirfilbylurinn reið yfir. „Við höfum ekki náð í þessa fimm starfsmenn sem ekki voru í þorpinu á miðvikudaginn. Við getum bara vonað að það sé í lagi með þá,“ segir Simao.  

Nýlegar fréttir

Héldum að við yrðum drepin
8. jún. 2023 Almennar fréttir

Héldum að við yrðum drepin

Í apríl sögðum við frá rýmingu barnaþorps í höfuðborg Súdan vegna blóðugra átaka í nágrenni þess. Í kjölfarið var þorpið svo hertekið af vopnuðum sveitum og haldar þær enn til í barnaþorpinu.

Umbætur hjá SOS í kjölfar rannsóknarskýrslu
7. jún. 2023 Almennar fréttir

Umbætur hjá SOS í kjölfar rannsóknarskýrslu

Árið 2021 greindum við frá því að niðurstöður tveggja óháðra rannsókna hafi leitt í ljós ýmsa misbresti í stjórnun SOS Barnaþorpanna á alþjóðavísu og í einstaka löndum. SOS Barnaþorpin á Íslandi áttu ...