Bakland barna hefur veruleg áhrif á námsárangur
SOS Barnaþorpin í Noregi í samstarfi við geðheilbrigðismiðstöð barna og foreldra í Noregi rannsökuðu hvort það hafi áhrif á námsárangur barna hver hefur forræði yfir þeim og hverjar heimilisaðstæður þeirra eru. Í kjölfarið var gefin út skýrsla sem varpar ljósi á niðurstöðurnar en börn víðs vegar um heiminn tóku þátt í rannsókninni. Skýrsluna má finna hér.
SOS Barnaþorpin starfa í 134 löndum og einn angi af starfseminni er að bjóða munaðarlausum börnum og börnum sem búa hjá fátækum foreldrum, upp á gæðamenntun. Þar af leiðandi vildu samtökin varpa ljósi á það hvort heimilisaðstæður og það hver er með forræði yfir börnunum hafi í raun áhrif á árangur þeirra í skóla.
Á hverju ári koma inn 3,6 milljónir tilkynningar til barnaverndar í Bandaríkjunum um ofbeldi eða vanrækslu barna. Þar af eru um 900 þúsund mál talin mjög alvarleg og stefna lífi barnsins í hættu. Á Íslandi koma inn til barnaverndar 3600 tilkynningar vegna vanrækslu barna árlega og 2600 tilvik vegna ofbeldis.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að börn sem búa við vanrækslu eða ofbeldi standa sig mun verr í skóla en þau börn sem búa við viðunandi heimilisaðstæður. Margir þættir geta haft áhrif á það; fátækt, félagslegar aðstæður og mæting í skóla en hins vegar virðist allir þessir þættir einnig geta tengst vanrækslu.
Þegar kom að því að finna svar við spurningunni hvort það að vera munaðarlaus hafi áhrif á árangur í skóla kom í ljós að ekki voru bein tengsl þar á milli. Ýmsir þættir höfðu veruleg áhrif á breytuna, t.d. hversu gamalt barnið var þegar það varð munaðarlaust, hvernig tengslanetið var, hver var með umsjá yfir barninu eftir missi o.fl. Þannig sýndu niðurstöðurnar að barn gat sýnt verulegan góðan árangur í skóla þrátt fyrir að hafa misst báða foreldra, ef aðstæður voru góðar.
Þrátt fyrir að erfitt sé að mæla hvaða þáttur er mikilvægastur, sýna niðurstöðurnar að bakland barns hafi mikil áhrif á árangur í skóla. Öryggi barna, örvun þeirra og uppfylling grunnþarfa virðist hafa veruleg áhrif á námsárangur.
Nýlegar fréttir
SOS blaðið 2024 komið út
SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...