Fréttayfirlit 29. febrúar 2016

Ástandið fer versnandi vegna langvarandi þurrka

„Langvarandi þurrkar hafa haft skelfilegar afleiðingar í aust­an- og sunn­an­verðri Afríku.  Ástandið fer versn­andi þar sem mat­ar- og vatns­skort­ur færist í auk­ana,“ segir Dereje Wordofa, starfsmaður SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu en samtökin sinna neyðaraðstoð í heimshlutanum.

Talið er að um tíu milljónir manns í Eþíópíu séu í sárri þörf fyrir mat vegna þurrkanna ásamt 14 milljónum til viðbótar í sunnanverðri Afríku. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 56 þúsund börn þjáist af vannæringu í Sómalíu og yfir 300 þúsund í Eþíópíu.

„Börnin eru einstaklega varnarlaus í þessum aðstæðum. Vegna þeirra reynum við að bregðast fljótt við en við þurfum líka að hugsa til lengri tíma. Matar- og vatnsskortur líkt og þessi hefur áhrif til langs tíma, “ segir Dereje sem hefur yfir þrjátíu ára reynslu af hjálparstarfi.

En hversu mikil er þörfin? „Hún er mjög mikil. Við munum öll eftir hungursneyðinni sem varð hundruð þúsundum manna að bana í Eþíópíu fyrir nærri þrjátíu árum. Nú þurfa allir að halda vel á spöðunum og ég vona að hjálparstofnanir og yfirvöld bregðist fyrr við í þetta skiptið,“ segir Dereje sem þó er bjartsýnn á framhaldið. „Aðstæður í þessum heimshluta verða betri með hverju árinu og við eigum að geta tekist á við þetta erfiða verkefni með sóma.“

Neyðaraðstoð SOS Barnaþoranna gengur vel þó svo að þurrkarnir hafi áhrif á matarverð sem gerir öllum hjálparsamtökum erfitt fyrir. „Við gerum þó allt í okkar valdi til að sinna þeim verst stöddu og eins og áður leggjum við áherslu á aðstoð við börn og barnafjölskyldur í neyð,“ segir Dereje að lokum.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...