Fréttayfirlit 25. október 2017

Árangur verkefna SOS metinn

SOS Barnaþorpin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að sjá árangur. Ekki er nóg að einungis starfsfólk og skjólstæðingar sjái hann heldur er krafa um að töluleg gögn séu til og að þau gögn séu aðgengileg almenning. Til að mæta þessum kröfum létu SOS Barnaþorpin meta árangur verkefna á nokkrum stöðum; Hawassa í Eþíópíu, Mbabane í Svasílandi, Abobo-Gare á Fílabeinsströndinni, Dakar í Senegal, Kara í Tógó, Surkhet í Nepal og Zanzibar í Tansaníu. Óháðir aðilar voru fengnir í verkið en starfsfólk SOS var þeim innan handar.

Bæði var rætt við börn sem höfðu verið skjólstæðingar Fjölskyldueflingar og uppkomin börn sem höfðu fengið ný heimili í SOS Barnaþorpum. Að jafnaði voru fyrrum SOS börnin eldri. Í báðum tilvikum voru átta þættir metnir; umönnun, lífsviðurværi, fæðuöryggi, húsaskjól, menntun, vernd, líkamleg heilsa og félagslegir þættir. Skor þáttanna var ákvarðað bæði eftir því sem skjólstæðingar sögðu en einnig því sem matsmenn sáu og heyrðu.

Niðurstöður sýndu að alls voru 79% fyrrverandi skjólstæðinga Fjölskyldueflingar með mjög gott skor í að minnsta kosti sex af þessum átta þáttum. 84% fyrrverandi SOS barna voru þá með mjög gott skor í að minnsta kosti sex þáttum. Þeir þættir sem komu best út hjá báðum hópum voru líkamleg heilsa og félagslegir þættir en lífsviðurværi var sá þáttur sem kom síst út hjá báðum hópum. Þá var öruggt húsaskjól sá þáttur sem fyrrum skjólstæðingar Fjölskyldueflingar skoruðu lægst í en 37% svarenda töldu sig ekki búa við góð húsakynni.

Ekki er mikill munur á milli kynja en þó skoruðu karlar hærri í báðum hópum. Af skjólstæðingum Fjölskyldueflingar voru 80% karla sem skoruðu hátt í að minnsta kosti sex þáttum og 78% kvenna. Aðeins meiri munur var hjá fyrrum SOS börnum þar sem 87% karla skoruðu hátt í að minnsta kosti sex þáttum en 80% kvenna. Að jafnaði fannst konum þær standa verr þegar kom að atvinnu og tekjum.

Þessar niðurstöður sýna að mikill meirihluti skjólstæðinga SOS Barnaþorpanna er á góðum stað og líður almennt séð vel. Af niðurstöðunum má því ætla að árangur verkefna SOS í þessum löndum sé afar góður.

Nýlegar fréttir

Söfnuðu rúmlega milljón fyrir börn í neyð á Gaza
10. jún. 2024 Almennar fréttir

Söfnuðu rúmlega milljón fyrir börn í neyð á Gaza

Nemendur Kársnesskóla héldu sinn árlega góðgerðardag nú á dögunum þar sem þeir söfnuðu rúmlega milljón fyrir börn í neyð á Gaza. Nemendur og starfsfólk skólans höfðu undirbúið daginn vel og buðu upp á...

Börn og starfsfólk yfirgefa SOS barnaþorpið í Rafah
30. maí 2024 Almennar fréttir

Börn og starfsfólk yfirgefa SOS barnaþorpið í Rafah

Þann 28. maí hófu SOS Barnaþorpin flutning barna og fullorðinna frá barnaþorpinu í Rafah vegna stóraukinnar öryggisáhættu á staðnum þar sem barnaþorpið er.