Annað SOS fréttablað ársins komið út
Annað tölublað ársins af fréttablaði SOS Barnaþorpanna á Íslandi er komið út og er í dreifingu til styrktaraðila. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Lilju Írenu Guðnadóttur í Stykkishólmi sem styrkir 10 börn hjá SOS. Hægt er að sjá myndband með viðtalinu við Lilju Írenu hér á heimasíðunni.
Blaðið er líka hægt að nálgast rafrænt hér og meðal efnis í því er eftirfarandi:
- Yfirgefnar systur fá heimili í barnaþorpi.
- Fyrrverandi styrktarbörn Jóns Péturssonar hjá SOS í Brasilíu minnast guðföður síns.
- Ung kona gaf út lag til að þakka SOS.
- Húsmæður í fjölskyldueflingu SOS í Eþíópíu afla tekna með sjoppurekstri.
- Spurt og svarað um starfsemi SOS.
- Hvernig frjálsum framlögum til SOS er ráðstafað.
- SOS systkini í Eþíópíu alsæl í íslensku landsliðstreyjunni.
- Sólblómaleikskólar og framlög barna á Íslandi.
Nýlegar fréttir

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi
Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 18. maí. Þetta er fyrsti aðalfundurinn eftir lagabreytingar síðasta árs þess efnis að fulltrúaráð var lagt niður og í stað þess kjó...

18 staðir Gleðipinna og 18 styrktarbörn
Starfsfólk veitinga- og afþreyingarfélagsins Gleðipinna hefur ákveðið að styðja við starf SOS Barnaþorpanna með því að gerast SOS-foreldrar 18 barna í SOS barnaþorpum víðsvegar um heiminn. Það þýðir e...